Schengen - nei takk! var yfirskrift greinar eftir undirritaðan, sem birtist í Morgunblaðinu þ. 24. september 1999 og jafnframt var send öllum Alþingismönnum. (Þessa grein má lesa í greinasafni hér á www.landsmenn.is) Á þessum tíma var framundan að leggja svokallaðan Schengen samning fyrir Alþingi. Samningurinn fól í sér að þeir sem komnir voru inn á Schengensvæðið - sem í raun var vestur Evrópa eða ESB löndin - gátu ferðast milli landanna, þ.m.t. Ísland, án þess að þurfa að sýna vegabréf. Í stað landamæragæslu milli einstakra landa yrði hert mjög eftirlit á ytri landamærum aðildarríkja samningsins.

 

Sagan

 

Nokkrir stjórnmálamenn sóttu þetta fast og vildu raunar að við gengjum í ESB. Bar þar etv. mest á Jóni Baldvin Hannibalssyni.

 

Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra varð síðar með ötulustu talsmönnum samningsins og taldi Íslendinga eiga að gerast aðilar. Nefndi hún sérstaklega tvær ástæður: Íslendingar gætu þá ferðast án vegabréfs um stóran hluta Evrópu og svo hitt að með því gerast aðilar að samningnum fengjum við aðgang að upplýsingabanka um erlenda glæpamenn sem hingað kynnu að leita. Í fyrrnefndri grein minni svaraði ég þessu og enturtek það því ekki beint hér - en hvet fólk til að lesa greinina. Ráðherrann var dyggilega studd af öðrum ráðherrum, ekki síst Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi utanríkisráðherra, sem lýsti því yfir opinberlega, áður en Alþingi hafði fjallað um málið, að ákveðið hefði verið að gerast aðilar að samningnum ! Ákveðið?

Þrátt fyrir þessa óvirðingu við Alþingi gekk þetta eftir. Alþingi “stimplaði” ákvörðun ráðherranna.

 

 

Afleiðingarnar

 

Í kjölfarið fylgdi milljarðakostnaður við stækkun flugstöðvarinnar auk kostnaðar við aukið mannahald með tilheyrandi búnaði og starfsþjálfun. Allt kostað af íslenskum skattborgurum. Reynt var að drepa málinu á dreif með því að stækkun stöðvarinnar hefði hvort eð er verið nauðsynleg, en það var ekki nema hálf sagan.

 

Staðan í dag er því sú að nú sjáum við - á okkar kostnað - um landamæraeftirlit alls Shengensvæðisins gagnvart farþegum sem koma úr vestri með viðkomu í Keflavík. Okkar eigin landamæri gagnvart Evrópu eru ekki lengur til, heldur hafa hafa þau í raun verið færð suður fyrir Spán og Ítalíu og austur að gamla járntjaldinu. Eftir því sem ESB stækkar færast þau svo fjær og fjær, t.d. austur fyrir Tyrkland þegar það gengur í ESB.

 

 

Við höfum semsagt eytt milljörðum króna í þau "forréttindi" að annast ókeypis landamæra-

gæslu á norð-vestur horni Evrópu og falið útlendingum - í mörg þúsund kílómetra fjarlægð - sem ekki ráða við að gæta sinna eigin landamæra, að gera það sama fyrir okkur !!

TIL HVERS ??

 

 

Reynsla Breta

 

Nú víkur sögunni til tveggja evópskra eylanda. Bretar og Írar ákváðu að fella ekki niður landamæri sín gagnvart Evrópu. Þeir álitu það óskynsamlegt og töldu sig ekki þurfa að gera það til að fá aðgang að upplýsingabanka um misindismenn. Það gekk að sjálfsögðu eftir. Þá telja þeir ekki eftir sér að bera vegabréf, sem flestir ferðamenn gera reyndar hvort eð er.

 

Það er svo önnur saga að þrátt fyrir að Bretland er eyja, utan Schengen og ber því alfarið ábyrgð á gæslu sinna landamæra, þá gengur þeim ekki nógu vel að stöðva ólöglega innflytjendur. Þeir eru því að “drukkna” í ólöglegum innflytjendum og margskonar vandamálum sem þeim tengjast - m.a. vegna nálægðar sinnar við Frakkland. Íslensk yfirvöld eru að byrja að sjá þetta sama gerast hér á landi. Sá vandi mun fara vaxandi verði ekki gripið í taumana - fljótt og af festu.

 

Forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, varð að játa í sjónvarpi nú nýverið að stjórnvöld vissu í raun ekki hve margir “ólöglegir flóttamenn” væru í landinu eða hvar. (Nýlegar ágiskanir nefna allt að 600.000 manns).Bretar standa þó betur að vígi en við Íslendingar að því leyti að þeir hafa ekki samið af sér landamæri sín og geta því gripið til hverra þeirra ráða sem þeir kjósa - og þegar þeir kjósa.

 

Gagnslaus landamæri

 

Það sem er hinsvegar athygli vert fyrir okkur Íslendinga er að flestir þessara flóttamanna í Bretlandi eru langt að komnir, flestir frá austur Evrópu eða miðausturlöndum. Þeir hafa því á leið sinni ekki aðeins komist inn á Schengen svæðið heldur út úr því aftur! Svona eru hin “styrktu ytri landamæri” Schengen svæðisins sem við setjum traust okkar á - einskis virði. Fólk einfaldlega gengur gegnum skóginn eða yfir fjallið.

Flóttafólk á ferð sinni, td. frá Rússlandi eða Afghanistan getur svo hæglega flogið eða siglt til Íslands frá td. Hollandi eða Danmörku og átt greiða leið inn í landið því þeir eru jú að koma af Schengen svæðinu ! Svipað og Bretar vitum við ekki hversu margir aðkomumenn eru í landinu; þeir eru ekki skráðir inn í landið eða út úr því. Engin tímamörk eru sett um lengd dvalar. Auðvitað er þeim ekki leyfilegt að setjast hér að eða stunda vinnu hér. En hvenær hafa “flóttamenn” spurt um reglur.

 

Nú skal ekki lítið gert úr bágindum “flóttamanna” og löngun þeirra eftir betri lífskjörum eða öryggi. Það er bara allt önnur umræða. Hvað við kjósum að gera fyrir ákveðna einstaklinga er eitt - stjórnleysi, eins og meginland Evrópu býr við í þessum efnum, er allt annað.

 

 

Hvað er til ráða ?

 

Við eigum nú þegar að segja okkur frá Schengen samningnum - amk. hvað landamæragæslu snertir. Það tekur um eitt ár - en “loka” landamærum okkar strax, með tilvísun í ákvæði hans um niðurfellingu ferðafrelsis á hættutímum. Strangt eftirlit á að vera í höndum íslenskra lögreglumanna, tollvarða og útlendingaeftirlits - þeim getum við treyst.

 

Undirritaður er ekki einn um að hafa áhyggjur af þessum málum. Í Mbl. þann 6. maí sl. mátti t.d. lesa grein eftir Leif Jónsson, lækni undir fyrirsögninni “Um þrælahald, glæpalýð og Schengen”.

Grein Leifs svo og fyrri grein undirritaðs frá 24. sept. 1999 má finna í greinasafni hér á vefsetrinu, www.landsmenn.is. Þar verður þessi grein, sem hér birtist, einnig vistuð.

 

 

Reykjavík, 11 júlí 2005

Baldur Ágústsson

Baldur@landsmenn.is

 

Höf. er fv. forstj. Öryggisþjónustunnar Vara

og frambjóðandi í forsetakosningunum 2004

 

 

M

E

I

R

A

 

FRÁ FRAKKLANDI

 

 

 

 

M

E

I

R

A

 

FRÁ FINNLANDI

Mbl. 28. júlí, 2005

 

Finnar hófu um helgina tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum Finnlands að Schengen-ríkjunum. Eftirlitið nær til 14. ágúst nk. Er þetta gert til að tryggja öryggi vegna heimsmeistaramótsins í frjálsum íþróttum sem fer fram í Helsinki dagana 6. til 14. ágúst. Smári Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóraembættinu, segir að skv. Schengen- samningnum hafi aðildarlönd heimild til að taka upp tímabundið landamæraeftirlit. "Þau þurfa [í slíkum tilvikum] að tilkynna það öðrum aðildarlöndum og útskýra hvers vegna það sé gert." Íslendingar gripu til þessara ráðstafana í kringum Nato-fundinn í maí 2002.

Í tilkynningu frá finnskum stjórnvöldum segir að landamæraverðir muni ekki athuga hvern einasta ferðamann, heldur einn og einn, sem valinn verði af handahófi. Norrænir ríkisborgarar þurfi ekki vegabréf, en eigi þó að geta gert grein fyrir sér. Smári ráðleggur þó öllum íslenskum ferðamönnum að hafa með sér vegabréf, hvort sem þeir eru að fara til Finnlands eða annað.

 

M

E

I

R

A

 

FRÁ NOREGI

MbL 26.7.2005 

 

Norska lögreglan óttast átök harðsvíraðra mafíugengja frá A-Evrópu

Norsk lögregluyfirvöld óttast að stríð geti brotist út á milli harðsvíraðra mafíugengja frá Austur-Evrópu sem keppa sín á milli um völdin í glæpaheimi Óslóar, að því er fram kemur á Nettavisen, fréttavef TV2 í Noregi.

Síðan um 1990 hafa glæpagengi Kosovo-Albana haft sterkustu ítökin í Ósló en á síðustu árum hafa þeir fengið mikla samkeppni frá austur-evrópskum mafíugengjum.

„Við sjáum að það eru sífellt fleiri sem koma inn og berjast um völdin á eiturlyfja- og vændismarkaðnum í Ósló,“ er haft eftir Øyvind Nordgaren, yfirmanni deildar sem fjallar um skipulagða glæpastarfssemi í lögreglunni í Ósló. Bæði austurevrópska mafían og sú kosovo-albanska eru þekktar fyrir grimmilegar aðferðir og þær víla ekki fyrir sér að taka fólk af lífi á almannafæri.

„Í þessum heimi er mannslíf einskis virði. Þess vegna fylgjumst við náið með þróuninni og reynum af kappi að koma í veg fyrir að þessi gengi nái fótfestu í Osló. Uppgjör á milli þessara hópa er eitthvað sem við viljum ekki sjá,“ segir Nordgaren.

Hann segir að þáttaskil hafi orðið þegar Kosovo-Albanirnir komu til Osló. Með þeim hafi komið hrottaskapur sem lögreglan hafi ekki áður séð. Glæpagengin frá Austur-Evrópu séu líka óhræddar við að nota grimmilegar aðferðir.

Hann segir að það sé einkum hvað varðar mansal og eiturlyfjamarkaðinn sem verið sé að reyna að bæja Kosovo-Albönunum í burtu. Fátækir Litháar séu notaðir sem burðardýr fyrir eiturlyf og ungar stúlkur séu seldar í kynlífsþrælkun í Vestur-Evrópu.

Þá sé þýfi frá Noregi selt á svarta markaðnum í Kaunas, næststærsta bæ Litháenn en þar hafi margir hópar austurevrópsku mafíunnar höfuðstöðvar sínar þar sem þeir stjórni glæpastarfssemi sinni í Evrópu.

Þá hefur TV2 eftir heimildarmönnum í norska útlendingaeftirlitinu að heldur þröngt sé orðið um gengin í Óslo eftir að ríki Austur-Evrópu gengu í Evrópusambandið. Segir heimildarmaður þeirra að þá hafi glæpagengin fengið einstakt tækifæri til að láta til sín taka á öllu EES svæðinu. „Saklaus“ lönd eins og Noregur hafi verið auðvelt skotmark.

Mál þar sem Austur-Evrópubúum hefur verið vísað frá Noregi vegna glæpastarfsemi hafa aukist gríðarlega. Um er að ræða fólk frá Balkansskaga og þó sérstaklega Litháhen, að því er fram kemur í fréttinni.

 

 

M

E

I

R

A

 

FRÁ ÍTALÍU

Mbl 1.10.05

 

Herská samtök múslíma með tengsl í Noregi.

Herská samtök múslíma frá Marokkó eru starfrækt í Noregi en þau tengjast samtökum sem ábyrg eru fyrir hryðjuverkunum í Madrid í fyrra og Casablanca yfir tveimur árum. Þessu heldur ítalska leynilögreglan (SIMI) fram. Lögreglan óttast jafnframt, að múslímar sem barist hafa sem sjálfboðaliðar gegn bandarískum og breskum herjum í Írak muni fremja hryðjuverk á Ítalíu.

 

Rannsókn ítölsku lögreglunnar hefur leitt í ljós, að virkir meðlimir herskárra samtaka múslíma sé að finna í mörgum Evrópulöndum, að sögn norska dagblaðsins Aftenposten í gær.

 

Dagblaðið hefur eftir ítalska dagblaðinu Corriere della Sera, að meðlimir hryðjuverkasamtakanna líti á Evrópu sem átakasvæði. Séu meðlimir marokkósku samtakanna með tengiliði í löndum á borð við Frakkland, Bosníu, Marokkó, Svíþjóð, í Bretlandi og Noregi.

 

Brynjar Lia, hjá stofnun sem rannsakar stöðu varnarmála í Noregi, gat hvorki staðfest né neitað því, að samtök herskárra múslíma frá Marokkó væru virk í landinu. Bentu hann á, að tekist hafi að tengja danskan mann af marokkósku bergi brotinn við hryðjuverkin í Casablanca sem framin voru í maí fyrir tveimur árum. 45 létust í hryðjuverkunum. „Hópurinn myndaðist í Evrópu árið 1993… Hann tengist flestum stöðum í Evrópu, líka í Skandinavíu,“ sagði Brynjar í samtali við Aftenposten.

 

M

E

I

R

A

 

FRÁ ÍSLANDI

Mbl. 28. júlí, 2005

 

Lögregluyfirvöld hér á landi fylgjast vel með því hvort glæpasamtök frá Austur-Evrópu reyni að teygja anga sína hingað til lands. Fréttavefur Morgunblaðsins sagði frá því í gær, að lögregluyfirvöld í Noregi óttuðust að stríð gæti brotist út á milli harðsvíraðra mafíugengja frá Austur-Evrópu sem keppa sín á milli um völdin í glæpaheimi Óslóar.

 

Smári Sigurðsson, yfirmaður Alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, segir þessar fréttir ekki koma sér á óvart, Ósló hafi gjörbreyst á nokkrum árum og starfsbræður hans í Noregi þurft að glíma við vandamál glæpagengja í nokkurn tíma.

 

Aðspurður hvort hann telji að þessi þróun muni til ná Íslands segir hann erfitt að segja til um það en bætir við að yfirvöld hér á landi fylgist grannt með því hvort skiplögð glæpastarfsemi teygi anga sína hingað. Dæmi séu um fíkniefnainnflutning hingað til lands sem virðist skiplagður í tengslum við aðila í Eystrasaltslöndunum.

 

 

"Reynslan hefur sýnt að það kemur yfirleitt allt hingað fyrr eða síðar frá Evrópu en hins vegar hjálpar smæðin okkur, hún gerir það að verkum að það er erfiðara fyrir svona nokkuð að hreiðra um sig hér."

 

Mun ofbeldisfyllri en mótorhjólagengin.

 

Smári bendir á að lögregluyfirvöld hér séu í miklu sambandi við starfsbræður sína í Evrópu og fái reglulega upplýsingar og skýrslur um þróunina þar, m.a. í fyrrverandi austantjaldslöndunum eins og Albaníu. Ef grunur leiki á að eftirlýstir menn hafi leitað hingað séu þeir látnir vita. Hann bendir á að í mars hafi verið handtekinn hér Lithái sem var grunaður um aðild að skipulagðri glæpastarfsemi í Þýskalandi.

Ríkislögreglustjóri hafi tekið þátt í ýmsu samstarfi hvað varðar skipulagða glæpastarfsemi, sérstaklega hvað varðar mótorhjólagengi sem hafa reynt að koma hingað til lands. "Eins og menn hafa heyrt standast þau þó hvergi þessum austur-evrópsku gengjum snúning, þau er svo miku ofbeldisfyllri. Enda koma þau úr umhverfi þar sem mannslíf hefur verið lítils virði."

 

M

E

I

R

A

 

FRÁ ÍRAK

Mbl. 30. júlí, 2005

 

Óttast straum hryðjuverkamanna frá Írak til Evrópu

Franco Frattini, sem fer með dómsmál innan Evrópusambandsins, varar við því í blaðaviðtali sem birt er í franska blaðinu Le Monde í dag að hætta sé á því að fjöldi hryðjuverkamanna sem nú haldi til í Írak snúi til baka til heimalanda sinna í Evrópu eftir að jafnvægi kemst á í Írak. Þá sagði hann Írak þjóna sem þjálfunarbúðir fyrir hryðjuverkamenn, sem margir hverjir eigi sér athvarf í Evrópu.

 

„Þetta skapar mjög hættulegar aðstæður. Þegar íraska stjórnin hefur náð að styrkja stöðu sína, munu margir þessara vel þjálfuðu hryðjuverkamanna snúa aftur til Evrópu,” sagði hann. Spurður um fjölda þeirra sagði hann milljónir hryðjuverkamanna vera í Írak og fyrirsjáanlegt sé að mikill fjöldi þeirra muni reyna að snúa aftur til Evrópu.

 

„Sumir þeirra eru Vesturlandabúar sem munu snúa heim en aðrir ekki,” sagði hann. Þá hvatti hann yfirvöld í Evrópuríkjunum til að koma sér saman um sameiginlega stefnu gegn íslömskum öfgamönnum sem byggi m.a. á samstarfi við leiðtoga hófsamari múslíma.

 

 

Þá hvatti hann jafnframt til þess að rannsókn færi fram á því hvers vegna ungir Evrópubúar sem hafi hlotið góða menntun og búi hvorki við fátækt né örvæntingu séu tilbúnir til að gerast hryðjuverkamenn og fremja sjálfsmorðsárásir.