Svör þingmanna við greininni \"opið bréf til Alþingismanna - afrit til þjóðarinnar\" sem birtist í Mbl. 24.10.2005 og send var öllum þingmönnum í tölvupósti. Greinin fjallaði um innflytjendamál og spurt var um afstöðu þingmanna til þeirra mála. Greinina má lesa í heild hér í greinasafni á www.landsmenn.is

 

24.10.2005 DRÍFA HJARTARDÓTTIR

Sæll ég hef móttekið bréfið frá þér og mun lesa það. Bestu kveðjur,

Drífa

 

............................

 

24.10.2005: BJÖRN BJARNASON

 

Sæll Baldur.

 

Þakka þér bréfið. Textinn skilaði sér ekki, en ef þetta er greinin, sem birtist eftir þig í Morgunblaðinu í morgun, hef ég lesið hann. Afstaða þín til Schengen-aðildar stangast á við tæplega 10 ára gamla ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aðild að samningi um vegabréfaleysi í ferðum manna innan Evrópu og sameiginlegt landamæraeftirlit. Hér eru aðstæður sérstakar að því leyti, að ekki er neitt atvinnuleysi og án erlends vinnuafls væri ekki unnt að ráðast í hinar miklu framkvæmdir við virkjanir og álver, svo að ekki sé minnst á annað. Ég er sammála þér um, að þannig skuli um hnúta búið, að tímabundin þátttaka í stórverkefnum af þessu tagi eigi ekki að vera ávísun á ríkisborgararétt. Unnið er að endurskoðun laga í því augnamiði, að unnt sé að binda atvinnuleyfi og þar með aðra réttindaöflun við ákveðinn tíma eða verkefni.

 

Með góðri kveðju Björn Bjarnason

 

.....................................

 

1.11.2005: JÓHANN ÁRSÆLSSON

 

Þakka bréfið. Hef kynnt mér efni þess.

Kveðja Jóhann Ársælsson.

 

-----------------------------

Svo mörg voru þau orð ! Svarendum er hér með þakkað.

 

Baldur Ágústsson