Október, 2005
Háttvirti þingmaður,
í vaxandi mæli heyrum við af erlendu fólki sem hér leitar landvistar án tilskilinna leyfa - jafnvel án þess að geta gert grein fyrir sér með löglegum skilríkjum.
Eftir að hafa búið mikið í Bretlandi sl. 10 ár og fylgst með framvindu innflytjendamála þar, skrifa ég yður þetta bréf til að skýra frá staðreyndum og vara við fyrirsjáanlegum afleiðingum aðgerðaleysis í þessum málum.
Bréf þetta sendi ég yður í net-pósti og óska svars á baldur@landsmenn.is og mun birta það á vefsetri mínu www.landsmenn.is
Eftir fall kommúnismans 1989 og með versnandi stríðsástandi í miðausturlöndum, streyma einstaklingar og fjölskyldur frá austur-Evrópu svo og arabalöndunum og Asíu til vestur-Evrópu í stórum stíl. Flest þetta fólk er einfaldlega að leita að betri lífskjörum, örfáir að flýja einhverskonar ofsóknir sem við erum í lítilli aðstöðu til að meta eða sannreyna. Ásókn þessa fólks hefur aukist eftir tilkomu Schengen samningsins sem heimilar ferðafrelsi án vegabréfaskoðunar m.a. til Íslands. Það er mat undirritaðs að Íslendingar eigi að segja sig frá þessum samningi hið fyrsta.
Hér á landi erum við að byrja að sjá þann vanda sem Evrópuþjóðir hafa í vaxandi mæli orðið fyrir. Vandinn, í Bretlandi og víðar, sem fylgir hverjum einstaklingi byrjar á því að hann sækir um landvist eða kemur sér í felur og stundar oft svarta vinnu. Sæki hann um landvist tekur úrskurður oft langan tíma og sé niðurstaðan synjun hefur viðkomandi áfrýjunarétt - með aðstoð lögmanns - á kostnað viðkomandi þjóðar. Allt leiðir þetta auk þess til útgjalda eins og húsnæðis, fæðis, kennslu barna, læknishjálpar og heilsugæslu. Sumstaðar hefur einnig þurft að auka löggæslu. Allt er þetta greitt af skattborgurum þess lands sem viðkomandi kom ólöglega til - ef hann á annað borð gaf sig fram. Oft lenda þessi útgjöld á félagsþjónustu landsins, sem verður þá oftast að draga úr þjónustu við innfædda. Það eitt hefur td. í Bretlandi valdið ólgu og reiði í samfélaginu. Annað eru deilur um vinnu. Þá er á það að líta að flest kemur þetta fólk frá öðrum menningarheimi, stundar önnur trúarbrögð er af öðrum litarhætti og talar ekki tungumál innfæddra. Hvað sem annars má segja um kristilegan kærleika, umburðarlyndi og gestrisni, þá er það staðreynd að af þessu leiða samskiptaörðugleikar ef ekki hreinar óeirðir eða ofbeldi. Þetta má sjá í flestum vestur-Evrópulöndum ss. Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi og Norðurlöndum. Barnaskapur er að ætla að Ísland verði undantekning í þessum efnum.
Undirrituðum er ljóst að umræða um þessi mál er viðkvæm - og verður því erfiðari sem aðkomufólki fjölgar meira í landinu. Því telur undirritaður nauðsynlegt að tekið verði án tafar afstaða til þessara mála og þau rædd af hispursleysi og hreinskilni. Landið er heimili okkar, við berum ábyrgð á því. Við heimilismenn verðum að geta rætt feimnislaust um hverjum við bjóðum inn til okkar - rétt eins og önnur landsmál.
Nokkur þörf er fyrir erlent vinnuafl í landinu og hér er þegar aðflutt fólk sem af samviskusemi skilar góðu verki. Sjálfsagt er að veita völdu fólki tímabundið atvinnuleyfi hér eftir þörf hinna ýmsu atvinnugreina. Það á hinsvegar ekki að vera ávísun á ríkisborgararétt eða rétt til að flytja inn annað fólk, td. fjölskyldumeðlimi. Þetta geta íslensk stjórnvöld gert, rétt eins og Svisslendingar. Eðlilegt er að ströng skilyrði séu sett um að fá verði leyfi til Íslandsfarar í sendiráðum Íslands erlendis. Öðrum verði umsvifalaust vísað til baka , en ekki safnað í gistiheimili eins og t.d. í Bretlandi.
Í ljósi gífurlegra fólksflutninga í Evrópu, hryðjuverka og árekstra menningarstrauma má það ekki dragast að háttvirtir Alþingismenn geri viðeigandi ráðstafanir án tafar. Hér er ekki verið að vega að núverandi reglum, því síður starfsmönnum útlendingaeftirlits - sem skila góðu verki við erfiðar aðstæður - og alls ekki þeim útlendingum sem hér eru. Þeim ber að sýna fyllstu vinsemd en vænta þess á móti að þeir virði íslensk lög og menningu. Hér aðeins bent á þekkt vandamál sem stækkar hratt og getur fyrr en varir orðið óviðráðanlegt.
Að lokum leyfir undirritaður sér að hvetja þingmenn til að kynna sér efni fréttar RÚV frá um 10 feb. 2004 sem fjallaði um 30 ára misheppnaða tilraun hollenskra stjórnvalda til að byggja upp fjölmenningarsamfélag. Fréttina má lesa á www.landsmenn.is -Einnig fylgir hún hér að neðan.
Bréf þetta er sent til allra þingmanna sem taldir eru upp á vefsíðu Alþingis (alþingi.is) undir “Alþingismenn, netföng og símanúmer þingmanna”.
Svars, er greini frá afstöðu og fyrirætlunum, er óskað frá hverjum og einum á baldur@landsmenn.is. Afrit af svörunum verður birt í greinasafni www.landsmenn.is - sem afrit til þjóðarinnar.
Virðingarfyllst,
Baldur Ágústsson
Fv. forstjóri og
frambjóðandi í forsetakosn. 2004
M
E
I
R
A
FRÉTT RÍKISÚTVARPSINS :
On Miðvikudagur, feb 11, 2004, at 15:09 Atlantic/Reykjavik, Sunna Mímisdóttir wrote:
Inngangur:
Þrjátíu ára tilraun stjórnvalda í Hollandi til að skapa fjölmenningarsamfélag þar sem innflytjendur úr ýmsum löndum byggju með þeim sem fyrir væru, í sátt og samlyndi, fór út um þúfur.
Meginmál:
Þetta er niðurstaða þingnefndar sem skipuð var í fyrra til að kanna samskipti Hollendinga og innflytjenda, en frá skýrslu hennar er sagt í dagblaðinu Politiken í dag. Hvergi hafa stjórnvöld lagt á sig jafn mikla fyrirhöfn vegna innflytjenda og í Hollandi, enda streymdu þeir til landsins. Á þessu varð þó breyting fyrir nokkrum árum, þegar innflytjendalöggjöfin var þrengd. Þannig fengu 9 þúsund manns landvistarleyfi í Hollandi 1996, en aðeins 219 árið 2001. Flestir innflytjendur eru frá Marokkó, Tyrklandi, Súrínam í Suður-Ameríku og Antillaeyjum á Karíbahafi. Obbi innflytjenda frá íslömsku löndunum, Marokkó og Tyrklandi, býr í sérstökum hverfum í stórborgum, þar sem hættir og venjur gamla landsins ríkja enn í lokuðum samfélögum. Í Rotterdam hefur slegið í brýnu með hollenskum ungmennum og arabískum múslímum frá Marokkó. Ýmsir andlegir leiðtogar múslíma grafa undan hollensku samfélagi í málflutningi sínum, reka til að mynda hatramman áróður gegn jafnrétti kynjanna, umburðarlyndi í garð samkynhneigðra, frjáslyndi í kynferðismálum og öðrum einkennum nútímans í Hollandi. Föðurveldi ríkir hjá múslímum frá Marokkó, og ungir karlar í þeirra röðum leita sér kvonfangs í gamla landinu. Í skýrslu þingnefndarinnar er varað við þessu, sífellt fjölgi ungum eiginkonum sem ekki kunni hollensku, enga menntun hafi og engan skilning á hollensku lýðræði og réttarfari. Fyrir vikið séu stjórnvöld fjær því en nokkru sinni að koma á fót fjölmenningarsamfélagi þar sem gagnkvæmur skilningur og samúð ríki á grundvelli menntunar og umburðalyndis. Kristófer Svavarsson sagði frá.
Kveðja,
Sunna Mímisdóttir,
Söludeild RÚV
M
E
I
R
A
HÉR FER Á EFTIR LISTI YFIR ÞINGMENN, VEFFÖNG ÞEIRRA, PÓSTFONG OG SÍMANÚMER TIL ÞÆGINDA ÞEIM LESENDUM SEM KYNNU AÐ VILJA HAFA BEINT SAMBAND VIÐ ÞÁ VEGNA ÞESSA MÁLS EÐA ANNARS.
LISTINN ER FENGINN AF VEFSÍÐU ALÞINGIS - ALÞINGI.IS
Listi yfir þingmenn
A Á B D E G H I Í J K L M Ó P R S T U V Þ Ö
Faxnúmer eru merkt með x fyrir framan númerið.
Nafn Netfang Skrifstofa Heimasími Farsími Aukasímar
Anna Kristín Gunnarsdóttir akg@althingi.is Austurstræti 14 453 5333, 562 0601 864 0601
Arnbjörg Sveinsdóttir arnbjorg@althingi.is Austurstræti 8-10 472-1216, 551-6143 852-7648
Ágúst Ólafur Ágústsson aoa@althingi.is Austurstræti 14 552-1035
Árni Magnússon arnimag@althingi.is Alþingishúsi
Árni M. Mathiesen amm@althingi.is 565-1158
Ásta R. Jóhannesdóttir arj@althingi.is Austurstræti 14 551-9494
Ásta Möller astamoller@althingi.is Austurstræti 8-10 567-3731 863-9307
Birgir Ármannsson birgir@althingi.is Austurstræti 8-10
Birkir J. Jónsson birkir@althingi.is Austurstræti 10A 587-2446 898-2446
Bjarni Benediktsson bjarniben@althingi.is Austurstræti 8-10 Björgvin G. Sigurðsson bgs@althingi.is Austurstræti 14 551-4297 899-9518
Björn Bjarnason bjb@althingi.is Austurstræti 8-10 551-2261
Brynja Magnúsdóttir brynjama@althingi.is Alþingishúsi
Dagný Jónsdóttir dagny@althingi.is Austurstræti 10A 562-0547
Drífa Hjartardóttir drifah@althingi.is Austurstræti 8-10 487-8452, 587-1727 899-1112
Einar K. Guðfinnsson einarg@althingi.is Ráðuneyti 456-7540
Einar Oddur Kristjánsson einar@althingi.is Austurstræti 8-10 456-7770, 551-4971
Einar Már Sigurðarson ems@althingi.is Austurstræti 14 477-1799 863-1739
Geir H. Haarde geir@althingi.is Arnarhvoli 561-4112 x562-0225
Grétar Mar Jónsson gretarjons@althingi.is Alþingishúsi
Guðjón Hjörleifsson gudjonh@althingi.is Austurstræti 8-10 481 2548, 481 3048 895 2548
Guðjón A. Kristjánsson gak@althingi.is Vonarstræti 12 566-7727
Guðlaugur Þór Þórðarson gudlaugurthor@althingi.is Austurstræti 8-10 5674883
Guðmundur Hallvarðsson ghallv@althingi.is Austurstræti 8-10 557-2348 853-2526
Guðni Ágústsson gudni@althingi.is Arnarhvoli 482-2182, 562-0603 560-9756
Guðrún Ögmundsdóttir go@althingi.is Austurstræti 14 551-8407 861-7360
Gunnar Birgisson gunnb@althingi.is Austurstræti 8-10 554-2045
Gunnar Örlygsson gunnarorn@althingi.is Austurstræti 8-10
Halldór Ásgrímsson halldor@althingi.is Ráðuneyti 478-2132, 557-5548
Halldór Blöndal halldorb@althingi.is Austurstræti 8-10 462-1145, 561-1616
Helgi Hjörvar helgih@althingi.is Austurstræti 14
Hjálmar Árnason hjalmara@althingi.is Austurstræti 10A 421-4160
Hlynur Hallsson hlynurh@althingi.is Alþingishúsi
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir isg@althingi.is Austurstræti 14 5524089
Jóhann Ársælsson ja@althingi.is Austurstræti 14 431-2251
Jóhanna Sigurðardóttir johanna@althingi.is Austurstræti 14 863-1042
Jón Bjarnason jb@althingi.is Vonarstræti 12 562-5116
Jón Gunnarsson jongun@althingi.is Austurstræti 14 4246619
Jón Kristjánsson jonkr@althingi.is Ráðuneyti 552-9797
Jónína Bjartmarz jbjart@althingi.is Austurstræti 10A 557-1264
Katrín Júlíusdóttir katrinj@althingi.is Austurstræti 14 554 6026 894 6026
Kjartan Ólafsson ko@althingi.is Austurstræti 8-10 482-2250 895-8405
Kolbrún Halldórsdóttir kolbrunh@althingi.is Vonarstræti 12 552-0381 862-4808
Kristinn H. Gunnarsson khg@althingi.is Austurstræti 10A 456-7437, 552-2248 852-7630
Kristján L. Möller klm@althingi.is Austurstræti 14 467-1374 864-2133 x 467-1399
Lúðvík Bergvinsson ludvik@althingi.is Austurstræti 14 481-2188, 562-0011
Magnús Þór Hafsteinsson magnush@althingi.is Vonarstræti 12 431 31 31, 851 1585 864 5585
Magnús Stefánsson ms@althingi.is Austurstræti 10A 553-1524
Margrét Frímannsdóttir margretf@althingi.is Austurstræti 14 483-1244 x483-1044
Mörður Árnason mordur@althingi.is Austurstræti 14 551-1385 896-1385
Pétur H. Blöndal petur@althingi.is Austurstræti 8-10 568-0641
Rannveig Guðmundsdóttir rannveig@althingi.is Austurstræti 14 554-3638
Sigríður A. Þórðardóttir sath@althingi.is Ráðuneyti 566-7107
Sigurður Kári Kristjánsson skk@althingi.is Austurstræti 8-10
Sigurjón Þórðarson sigurjon@althingi.is Vonarstræti 12
Sigurrós Þorgrímsdóttir sigurrosth@althingi.is Austurstræti 8-10 554-3360 897-3390
Siv Friðleifsdóttir siv@althingi.is Austurstræti 10A
Sólveig Pétursdóttir solveigp@althingi.is Alþingishúsi 553-1272
Steingrímur J. Sigfússon sjs@althingi.is Vonarstræti 12 468-1258, 557-2533
Sturla Böðvarsson sturla@althingi.is 438-1274, 562-4965
Valdimar L. Friðriksson valdimarlf@althingi.is Alþingishúsi 564-5170 861-0069
Valgerður Sverrisdóttir valgsv@althingi.is Arnarhvoli 463-3244, 551-9549
Þorgerður K. Gunnarsdóttir thkg@althingi.is Ráðuneyti 565-1009
Þórarinn E. Sveinsson thorarinnsv@althingi.is Alþingishúsi
Þórunn Sveinbjarnardóttir tsv@althingi.is Austurstræti 14 551-7922
Þuríður Backman thback@althingi.is Vonarstræti 12 471-1531, 562-1531
Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Vonarstræti 12 552-1115, 525-8300
Össur Skarphéðinsson ossur@althingi.is Austurstræti 14 552-7363
Öllum fyrirspurnum, ábendingum og tillögum
um vef Alþingis skal beint til ritstjóra vefs Alþingis.