Sigurður Lárusson skrifar um einkavæðingarfárið, ESB og fylgistap Framsóknarflokksins.
ÉG MAN ekki betur en að fyrir síðustu alþingiskosningar hafi allir stjórnmálaflokkarnir, nema Sjálfstæðisflokkurinn, lofað kjósendum sínum því að nú skyldi farið að hægja á einkavæðingunni , a.m.k. á ríkisfyrirtækjum, og þá hafi sérstaklega verið tekið fram að alls ekki mætti selja Landssíma Íslands eða Ríkisútvarpið og Ríkissjónvarpið, enda hafi Landssíminn skilað ríkissjóði vaxandi hagnaði síðustu árin sem hann var í eigu ríkisins. Til dæmis 2,6 milljörðum síðasta árið sem ríkið átti hann. Samt sveik meirihluti alþingismanna þetta loforð. Þeir seldu nokkrum auðmönnum, eða gróðafélögum, símann strax og þeir töldu sig fá nógu hátt verð fyrir hann. Þannig fór með þetta kosningaloforð eins og fleiri, þrátt fyrir mótmæli fjölda manns og félagasamtaka. Nú er ráðgert að bíta hausinn af skömminni og selja væntanlega mestu auðmönnum landsins RÚV og Sjónvarpið líka. Menntamálaráðherra hefur samið frumvarp ásamt greinargerð um að einkavæða þessi fyrirtæki. Og fyrst í stað ætluðu sjálfstæðismenn að leyna þingmenn, og auðvitað alla landsmenn, hver var raunverulegur tilgangur frumvarpsins. En í Morgunblaðinu birtist grein 21. janúar sl. eftir Örnu Schram og Silju Björk Huldudóttur, sem nefnist Trúnaði létt af gögnum ESA. Hver skyldi hafa 1eyft sér að spyrja þessa stofnun um vinnubrögð á Albingi Íslendinga? Er ekki Ísland frjálst og sjálfstætt fullvalda ríki? Hvað kemur þessum samtökum við störf Alþingis? Þetta er í fyrsta skipti sem ég frétti að Alþingi hafi eftirlitsstofnun í öðrum löndum. Eru kannski einhver slík ákvæði í svikasamningnum sem Albingi gerði við EES, sem hafi verið haldið leyndum fyrir Íslendingum þegar samningurinn um inngöngu í EES var gerður? Sá samningur var gerður þrátt fyrir skrifleg mótmæli meira en 36 þúsund Íslendinga og þeim var neitað um þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Við eigum kannski eftir að frétta um fleiri atriði sem um hafi verið samið. Hvað eru landráð ef þetta er það ekki?. Eigum við kannski von á frekari fyrirskipunum frá þessari klíku? Menn ættu að hugsa sig ve1 um áður en við kjósum næst til A1þingis og gefa því fólki frí frá störfum á Alþingi sem stóð að þessum svikasamningum. Þá myndu háttvirtir Alþingismenn hugsa sig vel um áður en þeir gerðu slíkan samning eða enn verri.
Í greininni í Morgunblaðinu, sem áður var vitnað í, er haft eftir Sigurði Kára Kristjánssyni að gera þurfi breytingar á lögum til þess að íslenska ríkinu sé heimilt að eiga og reka Ríkisútvarpið og Sjónvarpið áfram. Nú er Alþingi að störfum, er þá ekki rétt að brevta lögunum strax á þann veg að ekki sé neinn vafi á því að íslenska ríkið hafi ótvíræðan rétt til að stjórna þessum fjölmiðlum. Það væri fróðlegt að vita hvað íslenska ríkið hefur marga starfsmenn á launum í Brussel og öðrum borgum í Evrópu á vegum EES og ESB og hvað þarf að greiða því fólki mikið í kaup árlega. Og einnig hvað sendiráðin eru mörg á vegum Íslands, og hvað íslenska ríkið þarf að greiða öllu þessu fólki í kaup árlega. Vill ekki ríkisstjórnin birta þessar tölur í fréttum RÚV eða sjónvarpsins?
Ef Íslendingar vilja áfram telja sig frjálst og fullvalda ríki á það undir engum kringumstæðum að láta gömlu nýlenduveldin traðka svona á rétti sínum. Ég tel það fólk hér á landi vera landráðafólk sem heldur uppi stöðugum áróðri um að við göngum í ESB, og glötum þar með sjálfstæði og fullveldi landsins. Þar má fyrst nefna Samfylkinguna og forsætisráðherra landsins. Ég er ekkert hissa á því þó að fylgið hrynji af hans flokki,á meðan hann vinnur leynt og ljóst að þeirri stefnu.
SIGURÐUR LÁRUSSON frá Gilsá.