Sameining dótturfélags OR, Reykjavik Energy Invest, við Geysir Green Energy er risarækjueldi klætt í samkvæmisföt. Undir formerkjum útrásar telja peningamenn, stjórnmálamenn og embættismenn að hægt sé að selja almenningi nýju fötin keisarans.
Það er ekki spurning hvort heldur hvenær litli græni keisari OR og Fl group verður afhjúpaður nakinn. Eina spurningin er hve reikningurinn verður hár sem almenningur þarf að borga.