Sameining dótturfélags OR, Reykjavik Energy Invest, við Geysir Green Energy er risarækjueldi klætt í samkvæmisföt. Undir formerkjum útrásar telja peningamenn, stjórnmálamenn og embættismenn að hægt sé að selja almenningi nýju fötin keisarans.

 

Samkrull af því tagi sem hér er á ferðinni endar alltaf með því að opinberi aðilinn er mjólkaður af einkaaðilanum. Ástæðan er sú að stjórnmálamennirnir sem fara með opinbera hlutinn eru einmitt það sem þeir eru, stjórnmálamenn, en ekki kaupsýslumenn. Í augum annarra eigenda er hlutverk stjórnmálamannanna að tryggja viðskiptavild og aðgengi að opinberum sjóðum.

 

Það er ekki spurning hvort heldur hvenær litli græni keisari OR og Fl group verður afhjúpaður nakinn. Eina spurningin er hve reikningurinn verður hár sem almenningur þarf að borga.

 

Páll Vilhjálmsson