Það hefur vakið athygli margra með hvílíku offorsi Icesave málið og aðildarumsókn að ESB er rekið áfram af forráðamönnum stjórnarflokkanna. Þessi mál eiga það sameiginlegt að hafa gríðarleg áhrif á íslenskt þjóðfélag, annað a.m.k í áratugi og hitt um alla framtíð. Og – þau tengjast þannig að annað er sagt hafa áhrif á hitt. Ég segi “sagt hafa áhrif” því í stað þess að sýna staðfestu í Icesave málinu, krefjast þess að þeir sem telja okkur skulda sæki mál sitt fyrir dómstólum - eins og siðað fólk gerir - og einbeita sér svo að því að bjarga því okkur sjálfum, erum við alin á hræðsluáróðri sem ætlað er að reka okkur í gin ESB.

 

Lítum fyrst á Icesave

 

Mörg mismunandi álit liggja fyrir bæði frá lærðum og leikum. Sumir segja að rétt sé að borga, hagstæður samningur liggi á borðinu og við verðum að standa við skuldbindingar okkar til að útilokast ekki frá alþjóðasamfélaginu.

 

Margir segja hinsvegar að þessar “skuldbindingar” séu ekki bindandi fyrir Íslendinga sem þjóð, að því lúti hvorki lög né samningar. Hinsvegar séu td. Hollendingar og Bretar að beita okkur þrýstingi til að greiða þetta fé og hafi fengið til liðs við sig önnur ríki ESB og með því afli haft áhrif á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í þá veru að fyrirgreiðsla hans til okkar sé háð því að við borgum upp tapið sem nokkrar þjóðir ESB urðu fyrir – af völdum íslenskra “bankaræningja” – ekki almennings.

 

Það er sárt að sjá “kjarkleysi” þeirra stjórnmálamanna sem við höfum lagt traust okkar á og enn sárara að þeir nota Icesave nauðina til að fylgja eftir áhugamáli sínu, að koma þjóðinni í Evrópusambandið. Þetta fólk er ekki að vinna fyrir þjóðina heldur sjálft sig og ESB– á kostnað íslensku þjóðarinnar.

 

Lítum þá á innlimun okkar í Evrópusambandið

ESB gerir alla viðskiptasamninga milli ESB ríkja og þjóða utan sambandsins. Ef við látum innlima okkur í ESB gerum við ekki sjálf viðaskiptasamninga við td. Bandaríkin, Kína Rússa eða aðrar þjóðir utan Evrópu.

 

Lendi ESB í viðskiptastríði – eins og ESB reyndar hótaði Bandaríkjunum um síðustu áramót – verða Íslendingar sjálfkrafa þátttakendur í því.

 

Stórveldið Evrópa, sem stofnað var sem verslunarsamband og til að gæta friðar á meginlandi Evrópu teygir nú anga sína æ víðar. Það stundar “friðargæslu” í fjarlægum löndum og lætur í ljós skoðanir á því hver á að skila hverjum hvaða landssvæði í miðausturlöndum. Langar okkur að dragast inn í slík mál, afla okkur óvina eftir ákvörðun Brüssel og blanda okkur í hernað og deilumál sem oft byggjast á sögu og trúarbrögðum sem við hvorki aðhyllumst né skiljum. Við eigum nóg með okkar.

 

Í ESB eru vandamál einstakra þjóða ekki leyst. Þar er víða atvinnuleysi og sligandi skuldir, kreppa og verðbólga. Mafían breiðir úr sér, mansal og fíkniefnaneysla fer vaxandi. Glæpum fjölgar. Eftir hverju erum við að sækjast ?

 

Hentar okkur virkilega að láta draga okkur inn í stórveldi með öllum þess vandamálum og rétti til að ráðskast með Ísland og Íslendinga sem nær ekkert vægi hafa í atkvæðagreiðslum þar.

 

Nú á að ákveða innlimunarviðræður, án þjóðaratkvæðagreiðslu sem mundi kosta nokkra tugi milljóna og fara beint í viðræður við ESB sem kosta amk. milljarð – þúsund milljónir !

 

Lúaleg vinnubrögð

 

Fyrir nokkrum mánuðum sleit Samfylkingin stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, taldi og enda að “alltof hægt gengi að slá skjaldborg um heimilin og halda hjólum atvinnulífsins gangandi”. Samfylkingin gekk í hjónaband með Vinstri Grænum sem höfðu lýst ákveðinni stefnu sinni:

 

Skjaldborgin og hjólin urðu að vera til staðar, ekki skyldi gengið í ESB, samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn kæmi ekki til greina.

 

Íslenskur almenningur veit allt um það hvernig skjaldborgin reynist. Fyrirtækjaeigendur vita hvernig jafnvel vel rekin fyrirtæki, hafa farið í þrot. Þá vita allir að orka og tími sumra trúnaðarmanna okkar á Alþingi hefur farið í að svíkja loforð, nudda sér upp við og láta undan útlendingum og blekkja íslensku þjóðina. Stjórnin sem ætlaði að hafa alla stjórnsýslu gegnsæja og allt upp á borðinu hefur falið hvert skjalið og skýrsluna á fætur öðru, bæði fyrir þjóðinni og hinu háa Alþingi. Þjóðinni er ítrekað sagt ósatt og ef upp kemst þá er það “ekkert sem breytir neinu”.

 

Talað er um hve gott sé að komast í ESB. En eftir hverju er að sækjast? Evran sem allt á að leysa kemst ekki í notkun hér fyrr en eftir mörg ár og bætt efnahagsástand í krónum.Aðrir gjaldmiðlar kæmu okkur miklu fyrr að gagni - og án fullveldisafsals.

 

Þetta hefur legið fyrir í mörg ár. ESB vill hinsvegar skrá okkur inn strax og koma klónum í fiskinn, vatnið, orkuna og matvælamarkaðinn sem hér er. Að það drepi íslenskan landbúnað og bændur varðar þá ekkert um. Fyrir nokkru ákvað ESB Meira að segja að leggjast gegn hvalveiðum.

 

Ungur þingmaður sem lýsti andstöðu sinni við að gengið yrði til samninga án þjóðaratkvæðagreiðslu, var látinn vita að ef hann stæði við það, væri stjórnarsamstarf VG og Samfylkingar í hættu.

 

Þetta, og önnur framganga stjórnarinnar, segir mjög skýrt hvað vegur þyngst í huga hennar: Að halda völdum. Framtíð þjóðarinnar er miðað við það léttvæg. Skoðun ungs þingmanns sem vill greiða atkvæði eftir eigin samvisku, eins og hann hefur unnið eið að, skiptir engu.

 

Vöknum Íslendingar

 

Margir segja að vonum:\" Ég er sammála, en hvað get ég gert\" ?

 

Hér er ein hugmynd: Sendum öll tölvupóst til allra þingmanna og segjum þeim:

 

1. Við viljum ekki borga Icesave, fyrr en úrskurður dómstóls liggur fyrir – og við getum það.

 

2. Við viljum ekki að sótt verði um aðild að ESB fyrr en þjóðin hefur samþykkt það í þjóðaratkvæðagreiðslu.

 

3. Ísland er ekki til sölu.

 

Þetta er ekki flókið í framkvæmd: Listi yfir þingmenn og netföng þeirra er á vef Alþingis: http://www.althingi.is/vefur/addr-s.html?teg_starfs=A - OG HÉR FYRIR NEÐAN:

 

12.7.2009 Baldur Ágústsson

 

NETFÖNG ÞINGMANNA

...............................................................

Þessum lista má lyfta og líma (cut and paste) í heilu lagi og setja í sömu netfangslínu á tölvupósti til allra þingmanna - í einu ! :

 

atlig@althingi.is

alfheiduri@althingi.is

arnipall@althingi.is

arnij@althingi.is

arnithor@althingi.is

asbjorno@althingi.is

asmundurd@althingi.is

arj@althingi.is

birgir@althingi.is

birgittaj@althingi.is

birkir@althingi.is

bjarniben@althingi.is

bgs@althingi.is

bjorngi@althingi.is

einarg@althingi.is

eygloha@althingi.is

gudbjarturh@althingi.is

glg@althingi.is

gudlaugurthor@althingi.is

gudmundurst@althingi.is

gunnarbragi@althingi.is

 

helgih@althingi.is

hoskuldurth@althingi.is

illugig@althingi.is

johanna@althingi.is

jb@althingi.is

jong@althingi.is

jrg@althingi.is

katrinja@althingi.is

katrinj@althingi.is

kristjanj@althingi.is

klm@althingi.is

lrm@althingi.is

liljam@althingi.is

magnusorri@althingi.is

margrett@althingi.is

oddnyh@althingi.is

olinath@althingi.is

olofn@althingi.is

petur@althingi.is

ragna.arnadottir@dkm.stjr.is

rea@althingi.is

ragnheidurr@althingi.is

marshall@althingi.is

sdg@althingi.is

ser@althingi.is

sii@althingi.is

sij@althingi.is

siv@althingi.is

skulih@althingi.is

sjs@althingi.is

svo@althingi.is

svandiss@althingi.is

tryggvih@althingi.is

ubk@althingi.is

vbj@althingi.is

vigdish@althingi.is

thkg@althingi.is

thorsaari@althingi.is

tsv@althingi.is

thrainnb@althingi.is

thback@althingi.is

ogmundur@althingi.is

ossur@althingi.is

 

 

..............................................

 

 

 

 

Slóð á þingmannalista Alþingis:

 

http://www.althingi.is/vefur/addr-s.html?teg_starfs=A

 

 

 

Listar yfir þingmenn veldu það sem þér hentar!

 

 

Faxnúmer eru merkt með x fyrir framan númerið.

Nafn Netfang Skrifstofa Heimasími Farsími Aukasímar Aðstoðarmaður

Atli Gíslason atlig@althingi.is Vonarstræti 12 552-4814 

Álfheiður Ingadóttir alfheiduri@althingi.is Vonarstræti 12 552-8662 893-8866 

Árni Páll Árnason arnipall@althingi.is Ráðuneyti 552-2117 

Árni Johnsen arnij@althingi.is Austurstræti 8-10 481-1394, 557-3333 894-1300 854-1300 

Árni Þór Sigurðsson arnithor@althingi.is Vonarstræti 12 562-5460 693-9310 

Ásbjörn Óttarsson asbjorno@althingi.is Austurstræti 8-10 893-2395 

Ásmundur Einar Daðason asmundurd@althingi.is Vonarstræti 12 896-1231 

Ásta R. Jóhannesdóttir arj@althingi.is Kirkjustræti 8 551-9494 

Birgir Ármannsson birgir@althingi.is Austurstræti 8-10 552-4001 899-2242 

Birgitta Jónsdóttir birgittaj@althingi.is Austurstræti 8-10 692-8884 

Birkir Jón Jónsson birkir@althingi.is Austurstræti 14 587-2446 898-2446 

Bjarni Benediktsson bjarniben@althingi.is Austurstræti 8-10 565-6009 Sigurður Kári Kristjánsson

Björgvin G. Sigurðsson bgs@althingi.is Austurstræti 14 

Björn Valur Gíslason bjorngi@althingi.is Vonarstræti 12 868-9985 

Einar K. Guðfinnsson einarg@althingi.is Austurstræti 8-10 456-7540 

Eygló Harðardóttir eygloha@althingi.is Austurstræti 14 8955719 

Guðbjartur Hannesson gudbjarturh@althingi.is Austurstræti 8-10 431-2723 899-7327 

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir glg@althingi.is Vonarstræti 12 

Guðlaugur Þór Þórðarson gudlaugurthor@althingi.is Austurstræti 8-10 

Guðmundur Steingrímsson gudmundurst@althingi.is Austurstræti 14 695-6780 

Gunnar Bragi Sveinsson gunnarbragi@althingi.is Austurstræti 14 821-7070 

Gylfi Magnússon Ráðuneyti 545-8806 

Helgi Hjörvar helgih@althingi.is Austurstræti 14 697-9999 

Höskuldur Þórhallsson hoskuldurth@althingi.is Austurstræti 14 562-2019 848-4805 

Illugi Gunnarsson illugig@althingi.is Austurstræti 8-10 896-1237 

Jóhanna Sigurðardóttir johanna@althingi.is Ráðuneyti 545-8405 

Jón Bjarnason jb@althingi.is Ráðuneyti 452-4888, 562-5116 862-6170 854-6510 

Jón Gunnarsson jong@althingi.is Austurstræti 8-10 564-3663 892-4277 

Jónína Rós Guðmundsdóttir jrg@althingi.is Austurstræti 14 847-5993 

Katrín Jakobsdóttir katrinja@althingi.is Ráðuneyti 552-6052 895-6052 545-9505 

Katrín Júlíusdóttir katrinj@althingi.is Ráðuneyti 894-6026 

Kristján Þór Júlíusson kristjanj@althingi.is Austurstræti 8-10 462-4531 862-9100 

Kristján L. Möller klm@althingi.is Ráðuneyti 545-8210 

Lilja Rafney Magnúsdóttir lrm@althingi.is Vonarstræti 12 866-2457 

Lilja Mósesdóttir liljam@althingi.is Vonarstræti 12 898-7160 

Magnús Orri Schram magnusorri@althingi.is Austurstræti 14 841-1700 

Margrét Tryggvadóttir margrett@althingi.is Austurstræti 8-10 698-6494 

Oddný G. Harðardóttir oddnyh@althingi.is Austurstræti 14 863-4321 

Ólína Þorvarðardóttir olinath@althingi.is Austurstræti 14 892-3139 

Ólöf Nordal olofn@althingi.is Austurstræti 8-10 552-3844, 553-3138 896-3931 

Pétur H. Blöndal petur@althingi.is Austurstræti 8-10 568-0641 

Ragna Árnadóttir ragna.arnadottir@dkm.stjr.is Ráðuneyti 545-9005 

Ragnheiður E. Árnadóttir rea@althingi.is Austurstræti 8-10 553-8898 

Ragnheiður Ríkharðsdóttir ragnheidurr@althingi.is Austurstræti 8-10 566-6688 861-4196 

Róbert Marshall marshall@althingi.is Austurstræti 14 661-8899 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sdg@althingi.is Austurstræti 14 899-9346 Benedikt Sigurðsson

Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@althingi.is Austurstræti 14 690-0777 

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sii@althingi.is Austurstræti 14 895-0272 

Sigurður Ingi Jóhannsson sij@althingi.is Austurstræti 14 

Siv Friðleifsdóttir siv@althingi.is Austurstræti 14 

Skúli Helgason skulih@althingi.is Austurstræti 14 695-6901 

Steingrímur J. Sigfússon sjs@althingi.is Ráðuneyti 468-1258, 557-2533 545-9205 

Steinunn Valdís Óskarsdóttir svo@althingi.is Austurstræti 14 553-2823 

Svandís Svavarsdóttir svandiss@althingi.is Ráðuneyti 551-0007 845-5558 

Tryggvi Þór Herbertsson tryggvih@althingi.is Austurstræti 8-10 861-3162 

Unnur Brá Konráðsdóttir ubk@althingi.is Austurstræti 8-10 862-4241 

Valgerður Bjarnadóttir vbj@althingi.is Austurstræti 14 824-5845 

Vigdís Hauksdóttir vigdish@althingi.is Austurstræti 14 562-3832 899-3947 

Þorgerður K. Gunnarsdóttir thkg@althingi.is Austurstræti 8-10 565-1009 

Þór Saari thorsaari@althingi.is Austurstræti 8-10 892-0294 

Þórunn Sveinbjarnardóttir tsv@althingi.is Austurstræti 14 551-7922 

Þráinn Bertelsson thrainnb@althingi.is Austurstræti 8-10 894-5915 

Þuríður Backman thback@althingi.is Vonarstræti 12 471-1531, 562-1531 861-9031 

Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Ráðuneyti 552-1115, 525-8300 554-8705 

Össur Skarphéðinsson ossur@althingi.is Ráðuneyti 552-7363 545-9905 

 

...................... ........................

 

 

Baldur Ágústsson