Eftir Jón Magnússon
20. nóvember 2015
Bretar eru ekki í Schengen og David Cameron forsætisráðherra þe segir að meir en 6000 íbúum á Shcengen svæðisins hafi verið neitað um komu til Bretlands frá 2010 og telur það mikla blessun að Bretar séu ekki í Schengen.
Í dag er Schengen hugmyndin ógn við öryggi Evrópu.
Skipuleggjandi ódæðanna í París komst inn í Evrópu í hópi sýrlenskra flóttamanna og gat síðan farið um Schengan svæðið að vild.
Það eru ekki okkar hagsmunir að vera í Schengen meðan ytri landamærin eru óörugg. Ekkert bendir til þess að það muni breytast. Þeir sem vilja að við séum í Shcengen hafa bent á að við séum þá í víðtæku samstarfi um að hafa upp á glæpafólki og það tryggi öryggi.
Jafnvel þó við værum ekki í Schengen þá gætum við samt fengið þessar upplýsingar það er öllum í hag. Lögregluyfirvöld hafa viðurkennt að aðeins um 40% af erlendum vígamönnum sem berjast undir fána ÍSIS séu á skrá hjá þeim. Í ritstjórnargrein í Daily Telegraph segir að slík eyða geti haft dauðann í för með sér.
Það skiptir máli fyrir öryggi borgaranna að við tökum ábyrga afstöðu, tökum upp landamæraeftirlit og segjum okkur úr Shcengen það er brýnt öryggismál íslenskra borgara eins og sakir standa.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður