Greinasafn

HÁTÍÐ FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR

BALDUR ÁGÚSTSSON: ÞJÓÐHÁTÍÐARHUGLEIÐING. Við getum líka verið þakklát fyrir landið okkar. Margar þjóðir búa við þurrka eða flóð sem eyðileggur uppskeru og eignir. Hvirfilbylir sem leggja heilar borgir í eyði eru óþekktir hér. Þar að auki höfum við jarðhita og gnægð vatns bæði til neyslu og raforkuframleiðslu. Náttúrufegurð er í senn einstæð og sérstæð.

Lesa meira

LYFJAVERÐ - EINKAVÆÐING

Með sama áframhaldi mun það líklega bera upp á sama tíma að allar ríkiseignir sem geta skilað arði verða farnar, þorri þjóðarinnar orðinn leiguliðar í “eigin” landi og þeir valdamenn sem við kusum til að gæta hagsmuna okkar verða hættir störfum og komnir á margföld eftirlaun.

Lesa meira

MEÐ LÖGUM SKAL . . .

BALDUR ÁGÚSTSSON: Athyglisvert er að bera saman hvaða dóm þessir tveir brotamenn hlutu. Sá sem stjakaði við sýslumanni var dæmdur í 6 mánaða fangelsi – óskilorðsbundið. Sá sem sló lögregluþjóninn . . .

Lesa meira

Ríkið, þjóðkirkjan og önnur trúarbrögð

Öðru hvoru kemur upp umræða um aðskilnað ríkis og kirkju. Margháttuð rök eru leidd að því að hér eigi ekki að vera þjóðkirkja sem starfi undir verndarvæng ríkisins. Óeðlilegt sé t.d. að ríkið beri kostnað af kirkjum sem aðeins hluti þjóðarinnar noti. Eðlilegast sé að þeir sem trúaðir eru byggi sjálfir sínar kirkjur og borgi prestinum. Ekki sé heldur æskilegt að ríkið sem vinni eftir lögum og hefðum stjórnmálanna við veraldlega ákvarðanatöku og framkvæmdir sé að vasast í trúmálum.

 

Undirritaður vill hinsvegar færa rök fyrir því að ríki og kirkja verði ekki skilin að. Það er alveg rétt að fólk notar kirkjur og þjónustu þeirra mismikið, en það á við um margt annað. Ríkið reisir td. söfn, styður við margskonar listastarfsemi og byggir og rekur sjúkrahús. Fjöldi fólks fer sjaldan á söfn, hefur lítinn áhuga á listum og á ekki erindi á sjúkrahús áratugum saman. Samt þykir okkur öllum sjálfsagt að þessar stofnanir og þjónusta sé fyrir hendi. Á sama hátt á að tryggja stöðu kirkjunnar, þannig að hún sé til staðar fyrir þá sem vilja og þurfa.

 

Þetta er þó ekki nema hluti málsins. Allt okkar þjóðfélag er byggt á kristnum gildum. Þetta endurspegla lögin, þetta endurspeglar dagleg hegðun okkar og gildismat. Við erum kristin þjóð með kristin viðhorf. Þess vegna eigum við að styðja kirkjuna þannig að hún sé ávallt til staðar, fastur punktur í tilverunni og vitni þess að okkur sem þjóð er annt um hvern einstakling í blíðu og stríðu. Auðvitað ætlumst við ekki til að ráðherra kirkjumála leysi trúarleg deilumál eða túlki Biblíuna fyrir okkur, til þess höfum við biskup. En við leggjum til hið veraldlega svo hann og landsins klerkar geti einbeitt sér að sóknarbörnum sínum, velferð þeirra og vellíðan.

 

Forfeður okkar á Alþingi árið 1000 stóðu frammi fyrir tillögu um að kristni skyldi koma í stað Ásatrúar sem þjóðtrú Íslendinga. Ekki náðist samkomulag um það og skiptust menn í fylkingar. Allir gerðu sér ljóst að miklu skipti að þjóðin væri einnar trúar, “ ... höfum allir einn lög og einn sið” sagði Þorgeir Ljósvetningagoði. “Það mun verða satt , er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn”. Þingheimur kom sér saman um að fela einum manni að taka ákvörðun sem allir gengust undir að hlíta. Eins og allir vita var þessi maður einmitt

 

Þorgeir Ljósvetningagoði. Eftir að hafa “legið undir feldi” var úrskurður hans, og þar með Alþingis, að kristni skyldi vera þjóðtrú Íslendinga. Alþingi í dag gerði vel í að endurtaka það og lýsa því yfir að Ísland sé kristilegt lýðveldi. Í raun ætti slík yfirlýsing að vera í Stjórnaskránni. Þorgeir gerði sér ljóst að ekki myndu allir taka hinn kristna sið, a.m.k ekki strax. Því leyfði hann iðkun Ásatrúar “á laun”. Þarna kom enn í ljós hve vís og virtur hann var: Þetta gekk eftir og trúarskiptin fóru fram án blóðsúthellinga. Hvergi annarstaðar í heiminum er trúarlegur ágreiningur leystur með þessum hætti, heldur grípa menn til vopna og eru óvægnir. Þessi stund og gjörningur á Þingvöllum árið 1000 ber Ásatrúarmönnum þess tíma fagurt vitni.

 

Önnur trúarbrögð. 

Í dag stöndum við frammi fyrir svipuðu vandamáli: Stöðugt fjölgar innflytjendum sem aðhyllast aðra trú en kristni. Fólki sem margt hvert hefur aðra sýn á lífið, fólki sem telur fyrirmæli og kennisetningar trúarrita sinna æðri kristnum viðhorfum og jafnvel lögum landsins. Þeirra fyrsta skylda er hlýðni við Guð sinn, eins og prestar þeirra í gamla heimalandinu túlka trúarritin. Auðvitað er ekki hægt að alhæfa og segja þetta eiga við um alla, en af erlendum fréttum þar sem við sjáum óeirðir og róstur, er ljóst að múgæsing og manndráp eru algeng. Jafnvel í löndum sem skotið hafa skjólshúsi yfir þessa einstaklinga eru uppi hótanir og óeirðir ef þeir telja sig eða trú sína sæta móðgun. Um þetta eru skýr nýleg dæmi td. frá Frakklandi og Danmörku. Þar og víðast annarstaðar er aðallega um herskáa Múslima að ræða. Ljóst er að kristnir vestur Evrópubúar eiga í raun ekki samleið með mörgu af þessu fólki, svo ólík er lífssýn þeirra og hegðun. Sem þjóðir og sem trúfélög er þetta fólk að ganga í gegnum önnur þroskastig en kristnir Evrópubúar. Hvort það er á undan okkur eða eftir skal ósagt látið. Undirritaður er ekki að lýsa andstöðu við trú þeirra, hana ber að virða - í upprunalöndum þeirra.

 

Hitt verður ekki þolað að þeir grípi til hótana og jafnvel vopna, ef þau lönd sem hafa veitt þeim heimili og öryggi, atvinnu og menntun, eiga að fara að breyta venjum sínum og lífsmynstri eftir fyrirmælum þessara “skjólstæðinga” sinna. Ekki fremur en við eigum að leggja leið okkar til þeirra fyrri heimalanda og gera kröfur um að þeir lifi skv. kristnum gildum og siðum okkar. Tími krossferða er liðinn.

 

Hvað Ísland varðar höfum við í raun ekki skyldum að gegna við framandi þjóðflokka og trúflokka. Við höfum ekki haft nýlendur eða flutt inn þræla svo til vansa sé í dag. Sjálfsagt er að rétta hjálparhönd, en það á að gerast í heimalöndum þessa fólks og af fullri virðingu fyrir trú þeirra og siðum þar.

 

Árekstrar menningarheima.

Vert er að minnast þess að fyrir nokkrum árum leyfðu Norðmenn byggingu mosku í Osló sem sætti mikillar óánægju í borginni, ekki síst þegar þaðan fóru að berast bænaköll úr hátalölurum oft á dag. Þá er það og vitað að sum lönd vernda eigin trú og leyfa td. ekki kristnar kirkjur eða kristniboð. Saudi-Arabía hefur td. verið nefnd í þessu sambandi. Við því er að sjálfsögðu ekkert að segja, þetta er þeirra land. Við Íslendingar megum á sama hátt ráða okkar trúmálum og framkvæmd þeirra hér.

 

Allir sem hyggjast flytja til Íslands verða að hafa það á hreinu – og gangast undir - að þeir koma hingað til að verða Íslendingar, virða siði okkar, lög og trú, læra málið og sýna landi og þjóð fulla virðingu og hollustu í orði og verki. Þeir eru ekki komnir til að búa á Íslandi, sem hópar útlendinga með eigin reglur og siði. Fjölmenningarsamfélög ganga einfaldlega ekki eins og fram kemur víða um heim. - Athyglisverða frétt um þetta flutti Rúv 11.2.2004. Fréttin er frá Hollandi sem í 30 ár hefur hvað mest lagt í að láta fjölmenningarsamfélag heppnast. Fréttina má lesa á www.landsmenn.is þar sem hún er í efnisyfirliti “GREINASAFNS”. Einnig fylgir hún þar greininni “Opið bréf til Alþingismanna - afrit til þjóðarinnar”.

Við Íslendingar verðum að gera okkur ljóst að tunga okkar, menning, gildismat og lífsviðhorf glatast með árunum ef við höldum ekki vöku okkar. Sama gildir um hið örugga og friðsæla þjóðfélag sem við höfum lengst af búið í. Í trúmálum gerum við best í að fylgja Þorgeiri Ljósvetningagoða: Þjóðtrúin er kristni. Þeir sem kjósa önnur trúarbrögð geta iðkað þau hver innan veggja síns heimilis. Þeir boða ekki trú sína með neinum hætti, þeir byggja ekki samkomuhús af neinu tagi og bera ekki neinskonar klæði eða tákn um trú sína.

 

Þeirra réttindi og skyldur miðast alfarið við íslenskt, kristið samfélag. Engin sérréttindi vegna trúar eða uppruna. Um leið hvílir sú skylda á okkur að hver slíkur einstaklingur sem við bjóðum búsetu í þjóðfélagi okkar, njóti fullra réttinda og viðmóts sem innfæddur væri.

 

Þetta kann að hljóma harðneskjulega, en allt annað er að fylgja öðrum Evrópuþjóðum á óheillabraut þeirra, sem við sjáum flest kvöld í sjónvarpinu. Sjálfsagt getum við orðið sammála, lesandi góður, um að það sé sorglegt að “hinn viti borni maður” geti ekki búið saman í sátt og samlyndi – staðreynd er það eigi að síður, sem við verðum að fara að horfast í augu við.

Sterk þjóðkirkja er okkur nauðsynlegt akkeri í ólgusjó mismunandi menningarstrauma og trúarbragða.

 

Baldur Ágústsson

Höf. er fv. forstjóri og frambjóðandi í forsetakosningum 2004

baldur@landsmenn.is

Lesa meira

Ríkið, þjóðkirkjan og önnur trúarbrögð.

Ríkið, þjóðkirkjan og önnur trúarbrögð. Öðru hvoru kemur upp umræða um aðskilnað ríkis og kirkju. Margháttuð rök eru leidd að því að hér eigi ekki að vera þjóðkirkja sem starfi undir verndarvæng ríkisins. Óeðlilegt sé t.d. að ríkið beri kostnað af kirkjum sem aðeins hluti þjóðarinnar noti. Eðlilegast sé að þeir sem trúaðir eru byggi sjálfir sínar kirkjur og borgi prestinum. Ekki sé heldur æskilegt að ríkið sem vinni eftir hefðum stjórnmálanna við veraldlega ákvarðanatöku og framkvæmdir sé að vasast í trúmálum. Undirritaður vill hinsvegar færa rök fyrir því að ríki og kirkja verði ekki skilin að. Það er alveg rétt að fólk notar kirkjur og þjónustu þeirra mismikið, en það á við um margt annað. Ríkið reisir td. söfn, styður við margskonar listastarfsemi og byggir og rekur sjúkrahús. Fjöldi fólks fer sjaldan á söfn, hefur lítinn áhuga á listum og á ekki erindi á sjúkrahús áratugum saman. Samt þykir okkur öllum sjálfsagt að þessar stofnanir og þjónusta sé fyrir hendi. Á sama hátt á að tryggja stöðu kirkjunnar, þannig að hún sé til staðar fyrir þá sem vilja og þurfa. Þetta er þó ekki nema hluti málsins. Allt okkar þjóðfélag er byggt á kristnum gildum. Þetta endurspegla lögin, þetta endurspeglar dagleg hegðun okkar og gildismat. Við erum kristin þjóð með kristin viðhorf. Þess vegna eigum við að styðja kirkjuna þannig að hún sé ávallt til staðar, fastur punktur í tilverunni og vitni þess að okkur sem þjóð er annt um hvern einstakling í blíðu og stríðu. Auðvitað ætlumst við ekki til að ráðherra kirkjumála leysi trúarleg deilumál eða túlki Biblíuna fyrir okkur, til þess höfum við biskup. En við leggjum til hið veraldlega svo hann og landsins klerkar geti einbeitt sér að sóknarbörnum sínum, velferð þeirra og vellíðan. Forfeður okkar á Alþingi árið 1000 stóðu frammi fyrir tillögu um að kristni skyldi koma í stað Ásatrúar sem þjóðtrú Íslendinga. Ekki náðist samkomulag um það og skiptust menn í fylkingar. Allir gerðu sér ljóst að miklu skipti að þjóðin væri einnar trúar, “ ... höfum allir ein lög og einn sið” sagði Þorgeir Ljósvetningagoði. “Það mun verða satt , er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn”. Þingheimur kom sér saman um að fela einum manni að taka ákvörðun sem allir gengust undir að hlíta. Eins og allir vita var þessi maður einmitt Þorgeir Ljósvetningagoði. Eftir að hafa “legið undir feldi” var úrskurður hans, og þar með Alþingis, að kristni skyldi vera þjóðtrú Íslendinga. Alþingi í dag gerði vel í að endurtaka það og lýsa því yfir að Ísland sé kristilegt lýðveldi. Í raun á slík yfirlýsing að vera í Stjórnaskránni. Þorgeir gerði sér ljóst að ekki myndu allir taka hinn kristna sið, a.m.k ekki strax. Því leyfði hann iðkun Ásatrúar “á laun”. Þarna kom enn í ljós hve vís og virtur hann var: Þetta gekk eftir og trúarskiptin fóru fram án blóðsúthellinga. Hvergi annarstaðar í heiminum er trúarlegur ágreiningur leystur með þessum hætti, heldur grípa menn til vopna og eru óvægnir. Þessi stund og gjörningur á Þingvöllum árið 1000 ber Ásatrúarmönnum þess tíma fagurt vitni. Önnur trúarbrögð. Í dag stöndum við frammi fyrir svipuðu vandamáli: Stöðugt fjölgar innflytjendum sem aðhyllast aðra trú en kristni. Fólki sem margt hvert hefur aðra sýn á lífið, fólki sem telur fyrirmæli og kennisetningar trúarrita sinna æðri kristnum viðhorfum og jafnvel lögum landsins. Þeirra fyrsta skylda er hlýðni við Guð sinn, eins og prestar þeirra í gamla heimalandinu túlka trúarritin. Auðvitað er ekki hægt að alhæfa og segja þetta eiga við um alla, en af erlendum fréttum þar sem við sjáum óeirðir og róstur, er ljóst að múgæsing og jafnvel manndráp eru algeng. Jafnvel í löndum sem skotið hafa skjólshúsi yfir þessa einstaklinga eru uppi hótanir og óeirðir ef þeir telja sig eða trú sína sæta móðgun. Um þetta eru skýr nýleg dæmi td. frá Frakklandi og Danmörku. Ljóst er að kristnir vestur Evrópubúar eiga í raun ekki samleið með sumu af þessu fólki, svo ólík er lífssýn þeirra og hegðun. Sem þjóðir og sem trúfélög er þetta fólk að ganga í gegnum önnur þroskastig en kristnir Evrópubúar. Hvort það er á undan okkur eða eftir skal ósagt látið. Undirritaður er ekki að lýsa andstöðu við trú þeirra, hana ber að virða - í upprunalöndum þeirra. Hitt verður ekki þolað að þeir grípi til hótana og jafnvel vopna ef þau lönd sem hafa veitt þeim heimili og öryggi, atvinnu og menntun, eiga að fara að breyta venjum sínum og lífsmynstri eftir fyrirmælum þessara “gesta” sinna. Ekki fremur en við eigum að leggja leið okkar til þeirra fyrri heimalanda og gera kröfur um að þeir lifi skv. kristnum gildum og siðum okkar. Tími krossferða er liðinn. Hvað Ísland varðar höfum við í raun ekki skyldum að gegna við framandi þjóðflokka og trúflokka. Við höfum ekki haft nýlendur eða flutt inn þræla svo til vansa sé í dag. Sjálfsagt er að rétta hjálparhönd, en það á að gerast í heimalöndum þessa fólks og af fullri virðingu fyrir trú þeirra og siðum þar. Árekstrar menningarheima. Allir sem hyggjast flytja til Íslands verða að hafa það á hreinu – og gangast undir - að þeir koma hingað til að verða Íslendingar, virða siði okkar, lög og trú, læra málið og sýna landi og þjóð fulla virðingu og hollustu í orði og verki. Þeir eru ekki komnir til að búa á Íslandi, sem hópar útlendinga með eigin reglur og siði. Fjölmenningarsamfélög ganga einfaldlega ekki eins og fram kemur víða um heim. - Athyglisverða frétt um þetta flutti Rúv 11.2.2004. Fréttin er frá Hollandi sem í 30 ár hefur hvað mest lagt í að láta fjölmenningarsamfélag heppnast. Fréttina má lesa á www.landsmenn.is þar sem hún er í efnisyfirliti “GREINASAFNS”. Einnig fylgir hún þar greininni “Opið bréf til Alþingismanna - afrit til þjóðarinnar”. Vert er að minnast þess að fyrir nokkrum árum leyfðu Norðmenn byggingu mosku í Osló sem sætti mikillar óánægju í borginni, ekki síst þegar þaðan fóru að berast bænaköll úr hátalölurum oft á dag. Þá er það vitað að sum lönd vernda eigin trú og leyfa td. ekki kristnar kirkjur eða kristniboð. Saudi-Arabía hefur td. verið nefnd í þessu sambandi. Við því er að sjálfsögðu ekkert að segja, þetta er þeirra land. Við megum á sama hátt ráða trúmálum og framkvæmd þeirra á Íslandi. Við Íslendingar verðum að gera okkur ljóst að tunga okkar og menning glatast með árunum ef við höldum ekki vöku okkar. Sama gildir um hið örugga og friðsæla þjóðfélag sem við höfum lengst af búið í. Í trúmálum gerum við best í að fylgja Þorgeiri Ljósvetningagoða: Þjóðtrúin er kristni. Þeir sem kjósa önnur trúarbrögð geta iðkað þau hver innan veggja síns heimilis. Þeir boða ekki trú sína með neinum hætti, þeir byggja ekki samkomuhús af neinu tagi og bera ekki neinskonar klæði eða tákn um trú sína. Þeirra réttindi og skyldur miðast alfarið við íslenskt, kristið samfélag. Engin sérréttindi vegna trúar eða uppruna. Um leið hvílir sú skylda á okkur að hver slíkur einstaklingur sem við bjóðum búsetu í þjóðfélagi okkar, njóti að sjálfsögðu fullra réttinda og viðmóts sem innfæddur væri. Þetta kann að hljóma harðneskjulega, en allt annað er að fylgja öðrum Evrópuþjóðum á óheillabraut þeirra, sem við sjáum flest kvöld í sjónvarpinu. Sjálfsagt getum við orðið sammála, lesandi góður, um að það sé sorglegt að “hinn viti borni maður” geti ekki búið saman í sátt og samlyndi – staðreynd er það eigi að síður, sem okkur er best að fara að horfast í augu við. Baldur Ágústsson Höf. er fv. forstjóri og frambjóðandi í forsetakosningum 2004 baldur@landsmenn.is

Lesa meira

ER EVRÓPUSAMBANDIÐ VIRKILEGA ÞESS VIRÐI ?

Reynir Jóhannesson, ungur Sjálfstæðismaður og Heimdellingur skrifar um hugsanlega aðild Íslands að ESB: \"Þegar við lítum á stöðuna eins og hún er í Evrópu í dag þá er hún ekki glæsileg. Við vitum að það er allt frá 10-20% atvinnuleysi í Frakklandi og Þýskalandi. Atvinnuleysið er þó aðeins brot af þeim vandamálum sem finna má í Evrópu í dag\". Birt 29.3.2006 á \"heimdallur.is\" og birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar.

Lesa meira

OPIÐ BRÉF TIL ALÞINGISMANNA

SIGURÐUR LÁRUSSON fv. bóndi, stingur aftur niður penna, nú til að minna á loforð flestra stjórnmálaflokka fyrir síðustu kosningar; að hægja á einkavæðingunni. Sérstaklega hafi þá verið talað um Landsíma Íslands og Rúv. Sigurður víkur einnig að ESB og stöðugum áróðri um að Íslendingar gangi þar inn - sem sé hið mesta óráð. Þessi grein birtist í Mbl. 11.3 2006 og er birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar. - Baldur Ágústsson

Lesa meira

HVERNIG GETUR MAÐUR TEKIÐ SVONA FÓLK ALVARLEGA?

HJÖRTUR J. GUÐMUNDSSON fjallar um Evrópumál, stefnu Samfylkingarinnar og \"tvöfeldni forystumanna hennar\". Greinin birtist í Mbl. 23.3.2006 og er birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar. - Baldur Ágústsson

Lesa meira

SJÁLFSTÆÐIÐ OG FULLVELDIÐ - MESTA AUÐLIND ÍSLANDS

SIGURÐUR LÁRUSSON fv. bóndi á Egilsstöðum skrifar athyglisverða grein sem full ástæða er til að vekja athygli á. Greinin fjallar um virði þess fyrir Íslendinga að vera eigin gæfu smiðir, óháðir EES, ESB og öðrum erlendum öflum og valdhöfum. Greinin birtist í Mbl. 3.12.2005 og er birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar. - Baldur Ágústsson

Lesa meira

Rýr svör þingmanna við opnu bréfi

BALDUR ÁGUSTSSON skrifar um þingmenn og innflytjendamál: Hér er fjallað um alvarlegt mál sem taka þarf afstöðu til – hver sem hún svo verður. Það er ábyrgðarleysi að sitja með hendur í skauti þegar fyrirsjáanleg eru stórmál sem ljóst er að geta í framtíðinni haft mikil áhrif á íslenskt þjóðlíf.

Lesa meira

Frétt Ríkisútvarpsins 11. feb. 2004

Baldur Ágústsson skrifar: Þessi frétt var lesin í Ríkisútvarpinu í feb. 2005. Hún var látin fylgja "opnu bréfi til Alþingismanna" sem birtist í Mbl. 24.10.2005. Þá grein má lesa hér í greinasafninu. Til að hafa fréttina orðrétt eftir var beðið um útskrift af fréttinni hjá fréttastofu RÚV og er hún birt hér nákvæmlega eins og hún var lesin - og barst frá fréttastofunni.

Lesa meira

Skrá yfir þingmenn, netföng, póstföng og símanúmer þeirra.

Sjálfsagt er fyrir hvern sem er að hafa samband við þingmenn til að gera athugasemdir eða spyrjast fyrir um gang mála. Þingmenn eru trúnaðarmenn okkar - kosnir og launaðir af okkur öllum.

Lesa meira

Svör þingmanna

Hér er að finna svör nokkurra þingmanna við spurningum um innflytjendur. Athyglisvert er hve fáir svara og þá ekki síður hversu málefnaleg svörin eru - eða ekki. Fyrirspurnargreinina má finna hér í greinasafninu undir:Opið bréf til Alþingismanna

Lesa meira

Fátækt á jólum

BALDUR ÁGÚSTSSON skrifar:Stjórnvöld hljóta að huga að lífskjörum borgaranna og bregðast við vaxandi fátækt þannig að félags- og velferðar-kerfi okkar standi undir nafni. Þangað til skulum við, sem erum aflögufær, gefa eftir getu til góðgerðastofnana eins og Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálpar Íslands og þannig hjálpa samborgurum okkar að eiga gleðileg jól.

Lesa meira

STAÐREYND: Fátækt í velferðarríkinu

HARALDUR P. SIGURÐSSON, stofnandi samtaka um velferð, skrifar: Það ætti ekki að líðast hér í velferðaríkinu að fólk þurfi að vera rekið grátandi út frá félagsmálastofnun og þurfa að beygja sig í duftið til að þiggja einhverja ölmusu frá góðgerðastofnunum.

Lesa meira

Reykjavíkurflugvöllur ofl. -

BALDUR ÁGÚSTSSON skrifar: Hann er ekki aðeins flugvöllur Reykvíkinga. Hann þjónar ekki síður þeim sem á landsbyggðinni búa og þurfa að skjótast til höfuðborgarinnar að morgni og heim að kvöldi - sumir fyrir mjaltir.

Lesa meira

OPIÐ BRÉF TIL ALÞINGISMANNA - Afrit til þjóðarinnar

BALDUR ÁGUSTSSON skrifar. Þessi \"grein\" er í raun opið bréf til Alþingismanna ásamt afriti af frétt sem lesin var í Ríkisútvarpinu í feb. 2004. Hvorttveggja hefur verið sent í tölvupósti til þingmanna. Umfjöllunarefnið er vaxandi ásókn útlendinga í búsetu á Íslandi og það hvort - og þá hvernig - þurfi að bregðast við því.

Lesa meira

Schengen - vanmetin hætta

Baldur Ágústsson skrifar um Schengen og aðild Íslands að því: Við eigum nú þegar að segja okkur frá Shengen samningnum - sem tekur um eitt ár - en \"loka\" landamærum okkar strax, með tilvísun í ákvæði hans um niðurfellingu ferðafrelsis á hættutímum. Eftirlit á að vera í höndum íslenskra lögreglumanna, tollvarða og útlendingaeftirlits - þeim getum við treyst. Mbl. 19.7.2005. Birt hér með myndum og lítillega breytt.

Lesa meira

Lesa meira

Hver á sér . . .

BALDUR ÁGÚSTSSON SKRIFAR: Hátíðahöld okkar í dag eru allt í senn: Minning um sjálfstæðisbaráttuna, gleði yfir því frelsi sem við búum við á hverjum degi og staðfesting vona okkar um framtíð lands og þjóðar.

Lesa meira