Hér er að finna svör nokkurra þingmanna við spurningum um innflytjendur. Athyglisvert er hve fáir svara og þá ekki síður hversu málefnaleg svörin eru - eða ekki. Fyrirspurnargreinina má finna hér í greinasafninu undir:Opið bréf til Alþingismanna
Lesa meira
BALDUR ÁGÚSTSSON skrifar:Stjórnvöld hljóta að huga að lífskjörum borgaranna og bregðast við vaxandi fátækt þannig að félags- og velferðar-kerfi okkar standi undir nafni. Þangað til skulum við, sem erum aflögufær, gefa eftir getu til góðgerðastofnana eins og Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálpar Íslands og þannig hjálpa samborgurum okkar að eiga gleðileg jól.
Lesa meira
HARALDUR P. SIGURÐSSON, stofnandi samtaka um velferð, skrifar: Það ætti ekki að líðast hér í velferðaríkinu að fólk þurfi að vera rekið grátandi út frá félagsmálastofnun og þurfa að beygja sig í duftið til að þiggja einhverja ölmusu frá góðgerðastofnunum.
Lesa meira
BALDUR ÁGÚSTSSON skrifar: Hann er ekki aðeins flugvöllur Reykvíkinga. Hann þjónar ekki síður þeim sem á landsbyggðinni búa og þurfa að skjótast til höfuðborgarinnar að morgni og heim að kvöldi - sumir fyrir mjaltir.
Lesa meira
BALDUR ÁGUSTSSON skrifar. Þessi \"grein\" er í raun opið bréf til Alþingismanna ásamt afriti af frétt sem lesin var í Ríkisútvarpinu í feb. 2004. Hvorttveggja hefur verið sent í tölvupósti til þingmanna. Umfjöllunarefnið er vaxandi ásókn útlendinga í búsetu á Íslandi og það hvort - og þá hvernig - þurfi að bregðast við því.
Lesa meira
Baldur Ágústsson skrifar um Schengen og aðild Íslands að því: Við eigum nú þegar að segja okkur frá Shengen samningnum - sem tekur um eitt ár - en \"loka\" landamærum okkar strax, með tilvísun í ákvæði hans um niðurfellingu ferðafrelsis á hættutímum. Eftirlit á að vera í höndum íslenskra lögreglumanna, tollvarða og útlendingaeftirlits - þeim getum við treyst. Mbl. 19.7.2005. Birt hér með myndum og lítillega breytt.
Lesa meira
BALDUR ÁGÚSTSSON SKRIFAR: Hátíðahöld okkar í dag eru allt í senn: Minning um sjálfstæðisbaráttuna, gleði yfir því frelsi sem við búum við á hverjum degi og staðfesting vona okkar um framtíð lands og þjóðar.
Lesa meira
LEIFUR JÓNSSON, LÆKNIR fjallar um vegabréfaeftirlit: \"Reynslan sýnir hins vegar að svo er ekki og þar með er hin fagra hugmynd um vegabréfalausa Paradís innan Schengen-svæðisins orðin að hreinni martröð.\"
Lesa meira
RAGNAR ARNALDS FV. RÁÐHERRA SKRIFAR: \"Margt er að finna í þessum stjórnarskrárdrögum sem athyglisvert er frá sjónarhól Íslendinga.\"
Lesa meira
BALDUR ÁGÚSTSSON SKRIFAR: Ef raunveruleg ástæða er til að taka td. símann úr ríkisrekstri, væri þá ekki eðlilegra að senda hverjum Íslendingi hlutabréf sem nemur hlutfallslegri eign hans, frekar en að falbjóða hana utanaðkomandi aðilum ?
Lesa meira
ALBERT JENSEN TRÉSMÍÐAMEISTARI SKRIFAR: \"STUNDUM velti ég því fyrir mér hvernig hver einstaklingurinn á fætur öðrum getur keypt eignir sem tekið hefur þjóðina áratugi að byggja upp með ærnum kostnaði.\" BIRT MEÐ GÓÐFÚSLEGU LEYFI HÖFUNDAR.
Lesa meira
Það er verk hverrar þjóðar að þroskast og siðvæðast á sínum hraða og á sinn hátt.
Lesa meira
er nú svo komið að lítill hluti þjóðarinnar er uppnefndur sægreifar en við hin erum á leið að verða leiguliðar í eigin landi.
Lesa meira
Þetta er ekki auðveld staða fyrir þá sem eiga að gæta hagsmuna okkar allra.
Lesa meira
Um leið og ég þakka þann mikla stuðning sem ég fékk, legg ég áherslu á að friður ríki um embættið og upphlaup ársins endurtaki sig ekki í neinni mynd. Samheldni þjóðarinnar og samvinna í lausn vandamála okkar er það sem skiptir máli.
Lesa meira
Við eigum val. Í komandi forsetakosningum stendur valið um að draga embættið meira og meira inn í dægurþras stjórnmálanna eða að endurreisa virðingu þess líkt og var á dögum frú Vigdísar og Kristjáns Eldjárns. Virðingu sem byggðist á hógværð og hlutleysi, laust við prjál, sýndarmennsku og pólitíska refskák. Þar sem forsetinn var heilt sameiningartákn allrar þjóðarinnar.
Lesa meira
Baldur Ágústsson skrifar um íslenska þjóð: \"Við höfum sannað gildi okkar og þurfum ekki að reyna að líkjast eða samlagast öðrum þjóðum.\"
Lesa meira
Kveðja til sjómanna.
Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá sjómönnum fremur en öðrum að í yfirstandandi umræðu um synjunarvald forseta Íslands, hefur undirritaður líkt þessu ákvæði við björgunarbát. Nauðsynlegt tæki í neyðartilfellum en að öðru leiti ekki til að leika sér að.
Nú hef ég í áratugi verið “landkrabbi” og fór því að velta því fyrir mér hversvegna mér hefði dottið í hug þessi samlíking en ekki eitthvað nærtækara - eitthvað í landi.Eftir nokkra umhugsun varð mér ljóst að minn stutti ferill sem sjómaður á enn svo sterk ítök í mér að reynsla mín og hugtök af sjónum eru mér töm á tungu - einhvernveginn jafn sjálfsögð og ég hefði alið þar allan minn aldur. Allt í einu upplifði ég þessa tilfinningu sem mér var sagt frá ungum; Að þegar maður hefur einu sinni unnið á sjó þá kallar hafið alltaf á mann.
Sem “messagutti” og síðar loftskeytamaður var ég kannske ekki í erfiðustu verkunum um borð en ég sá vinnuskilyrðin, lenti í vondum veðrum og sá verðmæti dregin úr sjó. Ég minnist þess enn er ég tók á móti afmælisskeyti til gamals háseta og ákvað að klifra niður í lest til að gleðja hann með skeytinu, frekar en að bíða eftir því að hann kæmi upp í messa í kvöldmat. Þarna stóð hann með skóflu í hönd, í fiski og ís uppfyrir hné, í kulda og veltingi - vinnuaðstöðu sem þýddi líklega ekki að bjóða mörgum í landi.
Ég var ekki lengi á sjó en síðan hef ég oft hugsað með virðingu til skipsfélaga minna og annarra sjómanna sem við hættur og erfiðar aðstæður draga fisk úr hafi eða flytja björg í bú yfir úfin höf.
Ég óska ykkur öllum ánægjulegs sjómannadags og öruggrar heimkomu úr öllum ykkar ferðum.
Án ykkar væri Ísland fátækara.
Baldur Ágústsson
Lesa meira
ÞEGAR þetta er skrifað er Alþingi og stór hluti þjóðarinnar í uppnámi vegna svonefnds fjölmiðlafrumvarps.
Lesa meira