Landsmenn.is

Forseti undir feldi

Baldur Ágústsson: Forseti undir feldi. Þjóðin treystir því að forseti láti ekki vini sína rugla sig í svo alvarlegu máli sem þetta er. Birt í Mbl. 4. jan.2010

Lesa meira

UNGA FÓLKIÐ OG ESB-AÐILD

Brynja Björg Halldórsdóttir, laganemi: UNGA FÓLKIÐ OG ESB-AÐILD \"Ástæðurnar fyrir því að ganga ekki í ESB eru svo margar og veigamiklar að hvorki evrurökin, lág skólagjöld né loforð jafnaðarmanna um ódýrar kjúklingabringur duga til að réttlæta aðild.\" Greinin birtist í Mbl. 14.12.2009 og er birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar.

Lesa meira

Forseti, þing og þjóð

Með ákvörðun um það stígur hinn þjóðkjörni forseti vor á þann stall sem þjóðin vill sjá hann á – sameiningartákn, hafinn yfir allt annað en að tryggja framgang réttlætis og lýðræðis í sinni tærustu mynd.

Lesa meira

Verða Íslendingar dæmdir í ævilangt skuldafangelsi?

Albert Jensen: \"Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er vopn í höndum Breta og Hollendinga og er okkur stórhættulegur.\" Mbl. 12.11.2009 - birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar.

Lesa meira

Háttvirtu alþingismenn . . .

Baldur Ágústsson - bréf sent öllum þingmönnum þ. 17.10.2009 Þjóðin hefur ekkert að óttast, síst af öllu ósannaðan hræðsluáróður. Enn erum við fullvalda þjóð - engin þjóð mun ráðast inn í landið og gera \"fjárnám.\" Birt í Mbl. 23.10.2009

Lesa meira

AGS og Landspítalinn okkar

Eftir Gunnar Skúla Ármannsson lækni \"Rætt er um 9% niðurskurð á LSH árið 2010 og það gæti þýtt að segja þyrfti upp 4-500 manns um leið og fjárlög landsins öðlast gildi.\"

Lesa meira

FANGELSAVANDINN LEYSTUR

Þessu ástandi, sem setur börn okkar, unglinga og almenning allan, í sívaxandi hættu, mun ekki linna fyrr en við fyrr en við breytum þeim móttökum sem þessir sölumenn dauðans – og glæpagengi – fá hér á landi. Birt í Mbl. 23.9.2009

Lesa meira

OPIÐ BRÉF TIL ÞINGMANNA - afrit til þjóðarinnar

Baldur Ágústsson: Sá samningur sem alþingi hefur verið að fjalla um var árangur samningafunda. Hann var óviðunandi og honum á einfaldlega að hafna. Vilji “skuldareigandur” krefja okkur um greiðslu hinnar meintu skuldar eru til lögformlegar leiðir til þess. Það er ekki hlutverk okkar að leysa þetta vandamál þeirra – meðan okkar eigin vandamál hlaðast upp hér heima.

Lesa meira

Ég sá Davíð um daginn . . .

Sönnunarbyrðin hvílir á þeim sem gerir kröfuna þ.e. Pétri. Það er ekki verk Páls að að afsanna að hann skuldi milljónina heldur verk Péturs að sanna að hann geri það.

Lesa meira

Vöknum Íslendingar

Það er sárt að sjá “kjarkleysi” þeirra stjórnmálamanna sem við höfum lagt traust okkar á og enn sárara að þeir nota Icesave nauðina til að fylgja eftir áhugamáli sínu, að koma þjóðinni í Evrópusambandið. Þetta fólk er ekki að vinna fyrir þjóðina heldur sjálft sig og ESB– á kostnað íslensku þjóðarinnar.

Lesa meira

NÚ ER NÓG KOMIÐ ! Opið bréf til Alþingis og þjóðarinnar

NÚ ER NÓG KOMIÐ ! Opið bréf til Alþingis og þjóðarinnar Baldur Ágústsson skrifar um Icesave reikninginn og ESB

Lesa meira

um frs.ráðh.bréf

um frs.ráðh.bréf

OPIÐ BRÉF TIL FORS . . . SVÖR:

 

Opið bréf til forsætisráðherra, frambjóðenda og kjósenda birtist 17.4.2009 í Mbl. Óskað var svara við spurningum um stærð kreppunnar og áætlanir stjórnvalda og frambjóðenda um lausn þessa mikla vanda. Nú, þegar fáir dagar eru til kosninga eiga kjósendur rétt á að fá spilin á borðið. 

EF við fáum það ekki, um hvað erum við þá að kjósa - varla kreppulausnir.

 

Greinina - hið opna bréf - má finna undir "greinasafn" hér á síðunni. Svör sem berast verða birt hér - undir "fréttir" á hádegi miðvikudaginn 22.4. 

LÍTTU VIÐ !

 

 

 

22.4.2009:

 

Góðir landsmenn,

 

Eins og fram kemur hér að ofan leitaði undirritaður til ríkisstjórnarinnar og frambjóðenda í opnu bréfi er birtist í Morgunblaðinu þ. 17. þ.m. Og lesa má í greinasafni hér á vefsetrinu.

 

Þessir aðilar, sem nú sækjast eftir atkvæði okkar í komandi kosningum, voru spurðir hvernig þeir sæju vanda þeirrar kreppu sem nú ríður yfir, hvernig skuldir og skuldbindingar okkar sundurliðast og hvaða áætlanir væru fyrir hendi til að binda endi á ástandið. Allir voru þeir beðnir að senda inn skýrar upplýsingar eigi síðar en á hádegi 21.4 sem síðan yrðu birtar á www.landsmenn.is á hádegi 22.4. - og um leið sendar fjölmiðlum. Þetta kann að virðast stuttur fyrirvari en því frekar má áætla að björgunar-áætlun liggi fyrir, sem stutt er til kosninga og allir þessir aðilar vilja að þjóðin treysti þeim fyrir stjórnartaumunum að þeim loknum.

 

Það er leitt frá því að segja að ekkert framboðanna notaði þetta tækifæri til að sýna kjósendum að það hefði lausnir á þeim vandamálum sem það vill fá umboð kjósenda til að leysa úr - ekki boðaði heldur nokkurt þeirra “forföll”, bað um lengri frest eða óskaði frekari skýringa á spurningunum. 

 

Aðeins framboðin sjálf geta svarað því hvort þessu veldur áhugaleysi, vanhæfni, annir, þekkingarskortur á því verkefni sem bíður eða eitthvað annað. Hitt vita kjósendur nú, sem marga grunaði áður, að allt tal um hjól fyrirtækjanna og skjaldborg heimilanna er að mestu aðeins það - almennt tal.

Kjósendum hefur ekki verið gefin nein ákveðin, tæmandi áætlun um greiðslu skulda, upphæðir eða bjargráð sem sýna heimilum og fyrirtækjum hvernig og hvenær vandinn verður endanlega leystur. Því síður er ljóst hvað lausn þessa mikla vanda kostar okkur í peningum, lífsskilyrðum eða jafnvel sjálfstæði þjóðarinnar.

 

Af hendi undirritaðs var hið opna bréf tilraun til að fá stjórnvöld til að sýna vandann - og að þau vissu hver hann er, svo og von um eitthvert - eða öll - framboðanna sýndu að þau skildu vandann til hlítar og biðu upp á góðar, ábyrgar og endanlegar lausnir. Það hefði hjálpað kjósendum að ráðstafa atkvæði sínu.

 

Þessi tilraun hefur þó ekki verið alveg til einskis - það eitt að engin svör bárust, er svar útaf fyrir sig.

 

Með góðri kveðju,

 

 

Baldur Ágústsson

Lesa meira

HÁTÍÐ ÞJÓÐAR

Baldur Ágústsson skrifar:Við erum vel menntuð þjóð, tæknivædd eins og best verður, jafnt í heilbrigðisþjónustu sem samgöngum, fjarskiptum sem afþreyingu og menningarmiðlun. Landið gefur okkur hita og rafmagn, fisk og aðstæður fyrir margskonar landbúnað. Við getum verið sjálfum okkur nóg um flest sem við þurfum. En það sem mestu skiptir er að við erum frjáls.

Lesa meira

AGS/ESB ÞUMALSKRÚFAN

Guðrún Sæmundsdóttir skrifar Hvað ætlum við að láta bjóða okkur þetta lengi? Til að leysa ICEsave deiluna er eina ráðið að bjóða kröfuhöfum eignir Landsbankans erlendis, sem að Jóhanna Sig. heldur fram að dekki 95% af skuldunum, það væri síðan kröfuhafanna að koma eignunum í verð.

Lesa meira

ÖFGATRÚ JÓHÖNNU

Hrólfur Hraundal . . . Það er alveg eins með Evrópusambandsaðild og breytingar á stjórnaskrá að það þarf að vera rík sátt um svoleiðis mál og þau verða ekki unnin á heiðarlegan og vitrænan hátt með samfélagið í upplausn. Er virkilega ekki til innan Samfylkingarinnar fólk sem getur komið viti fyrir manneskjuna?

Lesa meira

Blekkingarnar um Evrópusambandið og lýðskrum Samfylkingar

Hjörleifur Guttormsson fv. ráðh. skrifar. \"Daginn fyrir kjördag auglýsti Jóhanna Sigurðardóttir í öllum fjölmiðlum: „ESB snýst um vinnu og velferð.“ Hver er raunveruleikinn hvað þetta varðar?\" - Lesa greinina

Lesa meira

Opið bréf til forsætisráðherra, frambjóðenda og kjósenda.

Baldur Ágústsson: Erum við að fara að kjósa milli flokka sem hafa engar fastmótaðar, tímasettar lausnir að bjóða - enda kreppuvandinn óskilgreindur svo líklega veit engin með nokkurri vissu við hvað er að glíma. Hætturnar sem bíða ef við misstígum okkur eru líklega álíka óljósar. Mbl. 17.4.2009 - Lesa greinina

Lesa meira

ÁKALL TIL ÞJÓÐAR

Ragnheiður Fossdal,líffræðingur skrifar: \"Þetta er ákall um samstöðu til bjargar íslenskri þjóð.Nú gildir sem aldrei fyrr að allir einstaklingar þessa lands taki afstöðu.\" Grein Ragnheiðar er skrifuð af yfirvegun og einlægni. Hún varpar ljósi á það ástand sem ríkir á Íslandi og hvað þarf að gera. Hún gefur yfirsýn mismunandi lífsgæði og viðmið; hvað er raunverulega eftirsóknarvert og hvað ekki. SMUGAN 23.3.2009. Birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar.

Lesa meira

RÍKISSTYRKUR Í SJÁVARÚTVEGI

Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður skrifar um siðferði, arðgreiðslur og ríkisstyrki í sjávarútvegi. Hann fjallar m.a. um stórfelldan hagnað einstakra útvegsfyrirtækja af framseldum kvóta sem ríkissjóður fær ekkert fyrir. Þetta fyrirkomulag hlýtur þá umsögn hjá þingmanninum að það sé \"engu skárra en ótínd glæpastarfsemi sem verður að uppræta með harðri hendi.\" Mbl. 26.3.2009 - Birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar.

Lesa meira

ESB-aðild, evra og atvinnuleysi

ESB-aðild, evra og atvinnuleysi

Hjörleifur Guttormsson

 

Það kemur við viðkvæma taug hjá áróðursmönnum ESB-aðildar hérlendis að minnst sé á krónískt og hátt atvinnuleysisstig innan Evrópusambandsins. Okkur Íslendingum þykir ógnvænlegt þegar atvinnuleysishlutfall hérlendis er komið upp í 4–5% eftir að hafa legið kringum 2–2,5% um langa hríð. Í Evrópusambandinu væru menn þó hæstánægðir með atvinnuleysi á þessum slóðum eftir að hafa búið við 7–9% atvinnuleysi að meðaltali mörg undanfarin ár.

 

Áður en efnahagskreppan skall á sl. haust var atvinnuleysi í ESB rétt um 7% að meðaltali en fer nú hraðvaxandi. Á Evru-svæðinu var atvinnuleysið enn hærra en meðaltalið í aðildarríkjunum 27.

 

Um 17 milljónir atvinnuleysingja

 

Samkvæmt tölum hagstofnunar ESB, Eurostat, nam tala atvinnulausra í ESB samtals 16,7 milljónum manna í september 2008, þar af voru 11,7 milljónir á Evru-svæðinu. Í hagsveiflu síðustu ára hafði nokkur árangur náðst í að draga úr atvinnuleysi, m.a. í Þýskalandi, en bent er á að talsvert sé þar um falið atvinnuleysi. Jafnframt liggur fyrir samkvæmt tölum Eurostat að atvinnuleysi meðal kvenna er að jafnaði nokkru meira en hjá körlum. Vissulega er mikill munur á hversu alvarlegt ástandið er í einstökum ríkjum ESB, staðan skást í löndum eins og Danmörku, Hollandi og Austurríki en yfir meðaltali m.a. í Þýskalandi, Frakklandi, á Spáni og í Portúgal. Sérstaka athygli vekur tiltölulega hátt atvinnuleysisstig í Svíþjóð og Finnlandi, á bilinu 5,2–6,1% þegar best lét á fyrrihluta árs 2008. Alvarlegust af öllu er þó staða ungs fólks á vinnumarkaði innan ESB þar sem 17–18% fólks yngra en 25 ára eða hátt í 5 milljónir voru án atvinnu fyrir kreppuna og höfðu tilraunir til úrbóta á því ástandi litlu skilað undanfarið.

 

Spennitreyja Evrusvæðisins

 

Aukinn þrýstingur á að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu er fyrst og fremst tilkominn vegna gjaldmiðilsmála, þ.e.meintrar nauðsynjar að leggja af krónuna og taka upp evru. Öllum ætti þó vera ljóst að innganga í myntbandalag ESB, sem aðeins 15 af ríkjunum 27 eiga aðild að, er háð ströngum skilyrðum Maastricht-sáttmálans og mörg ár myndu líða áður en Ísland hugsanlega yrði gjaldgengt í þann klúbb útvalinna. Nú sem fyrr blasir það líka við að efnahagskerfi okkar Íslendinga er af annarri gerð en hjá þeim þjóðum sem eru á evrusvæðinu og afar óhagstætt gæti reynst fyrir Ísland með evru sem mynt að búa við Maastricht-skilyrðin. Þrautalendingin til að fullnægja þeim skilyrðum yrði aukið atvinnuleysi langt yfir þau mörk sem hér hafa ríkt eða talist ásættanleg undanfarna áratugi.

 

Hvert stefnir ASÍ-forystan?

 

Það sætir furðu að forysta ASÍ hefur nú um skeið fyrirvaralaust krafist aðildar Íslands að ESB og sótti sér umboð fyrir þá stefnu á ársfundi sambandsins sl. haust. Tálbeitan sem launafólki er boðið upp á er evra eftir að Ísland hefði fengið aðild að myntbandalagi ESB. Í því efni leggjast þessi samtök launafólks á sömu sveif og atvinnurekendur, að því er virðist án þess að skeyta nokkru um þann gapastokk sem íslenskt launafólk yrði sett í með Maastricht-skilmálunum um svonefndan „efnahagslegan stöðugleika“. Atvinnurekendur hefðu með því tryggt sér tögl og hagldir í kjarasamningum, þar sem verkalýðshreyfingunni er í orði ætlað að velja á milli mikils atvinnuleysis eða “hóflegra kjarasamninga”. Eftir stæði á borði viðvarandi atvinnuleysi í líkingu við það sem menn nú eru að byrja að kynnast undir handarjaðri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Í ESB yrði húsbóndinn hins vegar Seðlabanki Evrópu og hann kæmi ekki til með að hlusta á neitt kvak norðan af Íslandi, hversu hart sem hér yrði í ári.

 

Krónan munaðarlausa

 

Stærsta mótsögnin í málflutningi ríkisstjórnarinnar, með Samfylkinguna í fararbroddi og Sjálfstæðisflokkinn á flótta, er að úthrópa krónuna sem gjaldmiðil á sama tíma og við blasir að þjóðin geti þurft að búa við hana um ófyrirséða framtíð. Krónan var ekki vandamálið sem framkallaði bankahrunið, heldur tilskipanir Evrópusambandsins sem hér voru lögleiddar fyrirvaralaust með EES-samningnum. Vangaveltur um einhliða upptöku evru eða annarrar myntar auka ekki á tiltrú almennings, enda afar áhættusöm leið, ekki síst við núverandi aðstæður. Við hvaða gengi á krónunni ætla menn að miða ef nýr gjaldmiðill væri upp tekinn? Hér er á ferðinni hringavitleysa sem er viðhaldið af þeim sem gefa vilja sig Evrópusambandinu á vald hvað sem það kostar. Það gengur ekki upp að stjórnvöld iðki það helst að tala niður gjaldmiðilinn í stað þess að hlúa að honum svo að Íslendingar komist af stað með það endurreisnarstarf sem framundan er.

 

Einhliða og þröng ESB-umræða

 

Sjálft Evrópusambandið er í kreppu sem ekki sér fyrir endann á. Þeir sem hugsa um framtíð Íslands í ólgusjó heimskreppu eiga ekki að láta bjóða sér þá einsýnu umræðu þar sem spurningin um gjaldmiðilinn er gerð að upphafi og endi alls. Aðild að ESB varðar flest annað meira en peninga, þ.e. fjölmarga þætti sem í meginatriðum snúast um sjálfstæði til ákvarðana og lýðræðislega stjórnarhætti. Hvorttveggja skerðist með afdrifaríkum hætti gerist Ísland aðili að Evrópusambandinu.

 

Höfundur er náttúrufræðingur. Hjörleifur Guttormsson

Lesa meira