Landsmenn.is

Þankar á þjóðhátíð

Mbl. 17. júní, 2011 Baldur Ágústsson: Í dag fögnum við, vitandi að okkar bíða einstök tækifæri

Lesa meira

ÍSLENSK UTANRÍKISSTEFNA ER Í MOLUM

Óli Björn Kárason\"Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ætlar að koma málum þannig fyrir að íslensk þjóð telji sig ekki eiga annan kost en að ganga í Evrópusambandið.\" Mbl. 18.5.2011, greinin er birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar. - Myndaval ritstj.

Lesa meira

Schengen skapar skjól fyrir glæpagengin

Eftir Hjörleif Guttormsson: \"Æ fleiri átta sig á að eftirlitslaus umferð á Schengen-svæðinu er himnasending fyrir glæpagengi sem hagnast á eiturlyfjasmygli, þjófnaði og mansali.\" Þessi grein Hjörleifs birtist í Morgunblaðinu þ. 6. maí, 2011 og er birt hér með góðfúslegu leyfi hans. Athygli er vakin á öðrum greinum Hjörleifs, t.d.\"Schengen aðild Íslands var misráðin\" sem birt var í Mbl. 23.apríl, 2011. Einnig grein undirritaðs í greinasafninu hér, \"SHENGEN, nei takk\" sem birtist í Mbl. 24.sept. 1999 - sem sagt áður en Ísland gerðist aðili að samningnum.

Lesa meira

Opið bréf: Nokkrar einfaldar spurningar til forsætisráðherra.

Baldur Ágústsson leggur hér nokkrar einfaldar - en alvarlegar - spurningar fyrir forsætisráðherra varðandi vanefnd kosningaloforð, Icesave og síðast en ekki síst um ESB. \"Um þetta er spurt því óneitanlega jafngildir innlimun Íslands í ESB fulveldisafsali þjóðarinnar og er því alvarlegasta ákvörðun sem nokkur þjóð getur tekið.\"

Lesa meira

ÍSLAND ER FRJÁLST MEÐAN SÓL GYLLIR HAF

Guðfinna Árnadóttir: Ísland er frjálst, meðan sól gyllir haf Með árunum fer ég að bera meiri virðingu fyrir landinu okkar, sögunni okkar sem er varðveitt vandlega og er mikil. Menningunni okkar sem er sér á báti, gildunum sem eru gamaldags og verður vonandi haldið í sem lengst, fólkinu sem er duglegt og hraust, og síðast en ekki síst fallegu umhverfinu sem verður dýrmætara með hverjum mánuðinum sem ég er á lífi. Það er ástæða fyrir því að Gunnar á Hlíðarenda hlýddi ekki skipun um að yfirgefa Ísland í Njálu. „Fögur er hlíðin svo að mér hefir hún aldrei jafnfögur sýnst, bleikir akrar en slegin tún, og mun eg ríða heim aftur og fara hvergi,“ sagði kappinn og stóð við það. Mbl. þriðjudaginn 14. desember, 2010. Birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar.

Lesa meira

HVER TEKUR SÉR VALD ?

Nú hefur forseti Íslands látið það heyrast að komi Icesave-greiðslur aftur upp á borðið sé eðlilegt að bera það mál undir þjóðina. Ég leyfi mér að fullyrða að þorri landsmanna telji það líka. Fbl. 10.12.2010 Baldur Ágústsson, fyrrv. forstjóri og forsetaframbjóðandi

Lesa meira

Hjálpuðu þeir okkur? -Nei. Þeir töluðu niður til okkar

Styrmir Gunnarsson, lögfr. og ritstj. Hverjir gengu einna harðast fram í því á eftir Bretum og Hollendingum að halda því fram, að okkur Íslendingum bæri skylda til skv. EES-samningunum að greiða Icesave? Það voru ekki sízt Danir og Svíar. EVRÓPUVAKTIN 4.11.2010 - birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar.

Lesa meira

Byltingin étur börnin sín.

Óskar Jóhannsson, kaupmaður: BYLTINGIN ÉTUR BÖRNIN SÍN Þrátt fyrir uppgjöf og ráðaleysi núverandi valdhafa get ég fullyrt að við erum öll sannfærð um að íslenskum mönnum og konum sé best treystandi til að stjórna íslenska lýðveldinu frjálsu og óháðu, komandi kynslóðum til heilla og blessunar. Mbl. 12.ágúst, 2010. Birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar.

Lesa meira

ESB-HÆTTAN

ESB-HÆTTAN eftir Karl Jónatansson Hinn virti tónlistarkennari, harmonikusnillingur og vinur lands og þjóðar hefur áður stungið niður penna til að minna okkur á verðmæti og nauðsyn frelsis og fullveldis íslensku þjóðarinnar. Gildi þess og lífsnauðsyn, og ekki síður hversu auðvelt er að glata því í augnabliks blindni, örvæntingu eða blekkingu. Í þessu efni er nefnilega langt frá því að öll \"dýrin í skóginum séu vinir\" - því miður. Full ástæða er til að hvetja sem flesta til að lesa þessa grein og aðrar eftir Karl. Greinin var í Mbl. 16. ágúst 2010 og er birt hér með góðfúslegu leyfi höfundarins.

Lesa meira

ÞAÐ VERSTA VIÐ AÐ BÚA Í BESTA LANDI Í HEIMI . . .

Karen Elísabet Halldórsdóttir, MS í mannauðsstjórnun og BA í sálfræði, skrifar um ESB og fullveldi Íslands: \"Ég ætla því enn sem komið er að veðja á innlenda vitleysinga þar sem ég tel að þeir muni frekar bera hagsmuni mína og þjóðarinnar allrar fyrir brjósti en bjúrókratar ESB.\" Mbl. 11. ágúst, 2010 - birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar.

Lesa meira

Hervæðing Evrópusambandsins

Tryggvi Hjaltason, öryggismála- og greininga-sérfræðingur fjallar hér um hervæðingu hinnar sameinuðu Evrópu. Þetta mál fer ekki hátt en fyrir herlausa þjóð eins og Íslendinga vegur það þungt ef við eigum gegnum þáttöku okkar þar að leggja fé til stríðsrekstrar, senda afkomendur okkar í styrjaldir eða leggja til land fyrir skotpalla eða skotbúnað eldflauga. Í stuttu máli sagt: taka þátt í stríði og gera landið að skotmarki. Mbl. 19.7.2010 - birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar.

Lesa meira

ÞJÓÐSÖGUR FYRR OG NÚ:

Saga Fúsa rúmast á hálfri blaðsíðu í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Nútímaútgáfan fyllir nær tug þykkra bóka sem tók fjölda fóks heilt ár að undirbúa og færa í letur. Birt í Morgunblaðinu þ. 17.6.2010

Lesa meira

Þekkt erlent þjófagengi í boði Schengen og stjórnvalda.

\"Svarið virðist, enn og aftur, Schengen og samningar tengdir því. Það er með ólíkindum hversu lengi íslenskir stjórnmálamenn ætla að láta það vera að ræða þá þjóðfélags ógn sem Schengen hefur fært íslensku þjóðinni.\" Mbl. í apríl, 2010. Birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar.

Lesa meira

Opið bréf til forsætisráðherra.

Baldur Ágústsson:

OPIÐ BRÉF TIL FORSÆTISRÁÐHERRA

 

Forsætisráðherra,

 

á undanförnum tólf mánuðum hef ég undirritaður skrifað yður allmörg bréf, en engin svör fengið. Á þessum erfiðu tímum í þjóðfélaginu hefur undirritaður boðið aðstoð, spurt spurninga og óskað upplýsinga – allt án árangurs eða svars. Fullvíst má telja að fjöldi einstaklinga, félaga og fyrirtækja hafi sömu sögu að segja. Vitað er að ráðherrann hefur á þessum tíma oft verið önnum kafinn en á móti kemur að hann hefur aðstoðarfólk. Tæpast verður önnum því um kennt. Hvað veldur veit ráðh. sjálfur en undirritaður leyfir sér að vísa til laga um upplýsingaskyldu stjórnvalda Undirritaður setur nú fram hér í Mbl., í opnu bréfi, spurningar og óskir um upplýsingar sem stór hluti þjóðarinnar vill fá. Svara, innan ramma fyrrnefndra laga, er óskað í sama blaði.

 

Lagaleg skylda ?

 

Hér er vísað til kröfu annarra þjóða um greiðslu svonefndra Icesave skulda.

 

Allan þann tíma sem þetta mál hefur staðið yfir hefur vaxandi fjöldi innlendra og erlendra sérfræðinga lýst því yfir að skylda íslendinga hafi eingöngu verið að stofna tryggingasjóði er lúta reglum ESB. Þetta hafi verið verið gert og því sé ábyrgð íslendinga nú engin. Þessir sérfræðingar hafa komið frá ýmsum löndum og úr mörgum fræðigreinum er mál af þessu tagi snerta.

 

Einn þeirra, bandarískur prófessor Michael Hudson, hefur kallað samningagerð stjórnvalda við erlend ríki “ótrúlegt afsal á fullveldi” og hefur áhyggjur af sjálfstæði Íslands (Silfur Egils & DV.IS 19.6.2009). Fjölmargir íslenskir fræðimenn hér og erlendis - eru á sama máli. Loks má nefna evrópumanninn Alain Lipietz - einn þeirra sem sömdu reglur ESB um fjármálamarkaði – en hann segir um þetta: “Íslendingar skulda ekkert” (Mbl. 12.2.2010)

 

Undirritaður spyr: Er forsætisráðherra fullviss um að lagaleg ábyrgð íslendinga sé til staðar og slík að um málið þurfi að semja ? Jafnframt óskast þær lagagreinar, á frummálinu og íslensku, settar í svar ráðherra sem að hans mati staðfesta ábyrgðina og réttlæta tilraunir ríkistjórnarinnar til samninga við hina erlendu kröfuhafa.

 

Undirritaður spyr: Hefur ríkisstjórn Íslands einhverjar aðrar ástæður til samningaumleitana en lagalegar – og þá hverjar ?

 

Undirritaður spyr: Eru nokkur tengsl – bein eða óbein – milli icesave málsins og áhuga stjórnarinnar á að innlima Ísland í ESB ?

 

Kúba norðursins:

 

Stjórnin og þingmenn hennar hafa oft látið heyrast að semjist ekki um icesave verði Ísland “Kúba norðursins”. Gefin er í skyn útilokun á samstarfi íslendinga við aðrar þjóðir, fátækt, einangrun og örbirgð.

 

Undirritaður spyr: Nákvæmlega hvernig sér ríkisstjórnin fyrir sér að þetta muni gerast ?

 

Undirritaður spyr: Hafa einhverjar þjóðir hótað að einangra okkur svo hætta stafi af, eða að beita sér með þeim hætti að fátækt og örbirgð gangi yfir íslenska þjóð ? Óskað er eftir lista yfir þessar þjóðir svo og skjölum – á frummáli og íslensku - er sanna þessar hótanir.

 

Kostnaður ?

 

Ljóst er að þó nokkur kostnaður hefur þegar hlotist af samningaumleitunum vegna icesave. Hér koma a.m.k. til ferðalög, símakostnaður, þýðingar, yfirvinna starfsmanna, aðkeypt þjónusta erlendra og íslenskra sérfræðinga og fundasetur.

 

Undirritaður spyr: Hversu mikill er þessi kostnaður orðinn alls ? Óskað er eftir sundurliðun skv. ofannefndum þáttum og öðrum er málið snerta.

 

Undirritaður spyr: Í ljósi þess að reikningur fyrir þjónustu bresku lögfræðistofunnar Mishchon de Reya fyrr í vetur var u.þ.b. tífalt hærri en búist hafði verið við, eða 25 milljónir, óskast upplýsingar um hvernig samið hefur verið við aðra erlenda aðila um ráðgjafarstörf þ.m.t. kanadíska aðila sem fréttir hermdu að fengnir hefðu verið til starfa fyrr í vetur. Taxtar og annar kostnaður óskast sundurliðaður í íslenskum krónum og viðmiðungargengis getið.

 

Umboð ?

 

Eftir að þjóðin hafnaði icesave samningunum, hefur ríkistjórnin og sendimenn hennar haldið áfram samningaumleitunum við hina erlendu kröfuhafa.

 

Undirritaður spyr: Telur forsætisráðherra að hann eða ríkisstjórnin hafi til þess umboð ? Og þá þá frá hverjum ? Eða telur forsætisráðherra sig ekki þurfa umboð, td. frá alþingi. Óskað er eftir rökstuðningi við svar ráðherra.

 

Verkefni hér heima.

 

Umræða almennings á Íslandi er mikið á þá lund að ekki sé nóg gert fyrir íslendinga sjálfa. Um það vitna að vissu marki lokanir fyrirtækja, uppboð á húsnæði fjölskyldna, atvinnuleysi, landflótti, bótalækkanir og skattahækkanir.

 

Undirritaður spyr: Telur ráðherra að vinna við icesave samninga hafi tafið eða dregið úr þeim úrræðum sem hægt væri að bjóða íslendingum ?

 

Undirritaður spyr: Telur ráðherra að nú hafi allt verið gert sem hægt er til hjálpar heimilum og fyrirtækjum ? Tímasetninga og lýsinga á hinum ýmsu hjálpar-úrræðum er óskað – bæði liðnum og þess sem fyrirhugað kann að vera.

 

Undirritaður spyr: Er það á stefnuskrá ríkisstjórnar og alþingis að leggja niður verðtryggingu á Ísland, og þá hvenær ?

 

Undirritaður spyr: Hafa einhverjum fyrirtækjum verið gefnar eftir skuldir, beint eða óbeint á kostnað ríkissjóðs sl. 2 ár – og þá með hvaða hætti ? Nöfn og dags. óskast.

 

Baldur Ágústsson

Lesa meira

Evran er myllusteinn en ekki bjarghringur

Hjörleifur Guttormsson talar um það villuljós sem Evran og upptaka hennar hefur verið ýmsum, og segir m.a.: “ Á fyrsta misserinu eftir hápunkt alþjóðlegu fjármálakreppunnar leit svo út sem Evrópusambandið ætlaði að sleppa betur frá henni en Bandaríkin. Þetta reyndist tálsýn og nú dettur fáum í hug að benda á ESB sem tryggingu fyrir stöðugleika eða að Ísland eigi að leita þar aðildar til að komast í skjól fyrir sveiflum í efnahagslífi". Mbl. 22.3.2010. Birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar.

Lesa meira

Björgum íslenska heilbrigðiskerfinu

Mánudaginn 29. mars, 2010 - Aðsent efni

Björgum íslenska heilbrigðiskerfinu

Eftir Öddu Sigurjónsdóttur

 

Adda Sigurjónsdóttir

Eftir Öddu Sigurjónsdóttur: "Á allra næstu mánuðum er hætta á því að Ísland tapi góðri stöðu sinni í samkeppnisfærni í veitingu heilbrigðisþjónustu yfirleitt."

 

VG FER bæði með heilbrigðisráðuneytið og formennsku í heilbrigðisnefnd en VG hefur lýst yfir harðri andstöðu við framkomnar hugmyndir um bæði einkarekstur í heilbrigðisþjónustu sem og lækningatengda ferðaþjónustu. Undirrituð getur ekki varist því að örvænta um möguleika Íslands til endurreisnar þegar annar stjórnarflokkurinn og hluti af hinum virðist alltaf vilja eitthvað „annað“ þegar hugmyndir koma upp um nýja þjónustugeira sem eru atvinnu- og gjaldeyrisskapandi. Tala nú ekki um þegar Suðurnesin koma þar að.

 

Samkeppnisstaða Íslands bæði hvað varðar verð og staðsetningu í lækningatengdri ferðaþjónustu er afbragðsgóð eins og stendur. Helsta hættan að mati undirritaðrar er að gluggi tækifæranna fer að lokast þar sem yfirvofandi er mikill landflótti fagaðila sem Ísland þarf á að halda til þess að þessi þjónusta nái fram að ganga. Enda gengur VG fram með mjög gamaldags og afturhaldssama stefnu sem er til þess fallin að hrekja fært fagfólk í heilbrigðisstétt úr landi á allra næstu mánuðum.

 

Höfundur vill vekja bílstjórann á þessari ríkisstjórnarrútu með köldum staðreyndum: Rannsóknir sýna að þau ríki sem eru samkeppnishæf um lækningatengda ferðaþjónustu en hindra hana missa fagaðila sína úr landi. Þau þeirra sem loka ekki á lækningatengda ferðaþjónustu heldur beina henni eingöngu til sér- og einkarekinna stofnana tapa fagaðilum til einkaaðilanna. Þau þeirra sem taka greininni fagnandi en stýra henni og beina til bæði einkarekinna og opinberra stofnana koma best út.

 

Undirrituð vill enn fremur benda á þá staðreynd að Ísland hefur þegar tekið yfir lög ESB sem leyfa frjálst flæði sjúklinga milli landa og lúta að frelsi þjónustuaðila til þess að veita og selja þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Í því felst m.a. að nokkrir dómar hafa fallið innan ESB þar sem heimaríkjum er gert að greiða kostnað sem sjúklingur ber við að sækja þjónustu annað þrátt fyrir að hann hafi ekki beðið á biðlista í heimaríki. Yfirvofandi á allra næstu mánuðum er reglugerð þar sem ESB setur þau skilyrði að sjúklingur geti án þess að hafa beðið á biðlista farið í aðgerð hvar sem er innan ESB/EES og heimaríki ber þá að greiða það sem álíka aðgerð hefði kostað þar. Ísland mun sjálfkrafa þurfa að lúta þessari reglugerð.

 

Viðbrögð heilbrigðisráðherra gegn einkarekstri, lækningatengdri ferðaþjónustu, synjun á útleigu ónýttrar aðstöðu eða með ákvörðunum í sparnaði þar sem ráðist er á einkareknar stéttir umfram aðrar, vekja því furðu undirritaðrar sem telur nokkuð seint í rassinn gripið hjá ríkisstjórn sem stefnir að fullri aðild að ESB.

 

Ekki aðeins er gamaldags stefna ráðherra tekjulækkandi og takmarkandi fyrir fagaðila heldur stefnir hún faglegu sjálfstæði þeirra almennt í voða og í átt að meiri miðstýringu sem gerir greinina óásjálega hér á landi og skerðir enn frekar samkeppnishæfni opinberra stofnana á Íslandi í samkeppni um bestu fagaðilana sem og samkeppnisfærni Íslands alls.

 

Ástæða þess að undirrituð skrifar þessa grein núna er að svo virðist sem tími tækifæranna sé að renna úr hendi því ljóst er að yfirvofandi er gríðarlegur landflótti þeirra aðila sem veitt geta þessa þjónustu, jafnt innlendum sjúklingum sem erlendum, ef ekkert er að gert hið snarasta. Telur undirrituð að tíminn sem sé til stefnu sé innan við ár. Eftir það hefur Ísland fyrirgert samkeppnisstöðu sinni, ekki hvað varðar lág laun heldur mun það hafa tapað þeim mannauði sem gæti starfað í greininni til annarra landa. Þegar þar að kemur munu Íslendingar jafnframt vera farnir að leita að heilbrigðisþjónustu til landa innan ESB og senda reikninginn til Sjúkratrygginga Íslands.

 

Ísland hefur ekki efni á því að sleppa þessum möguleika til gjaldeyrisskapandi atvinnurekstrar, tækifærinu til þess að þjálfa fagaðila sína og halda sínum mannauði sem stíft er boðið í núna af löndum sem eru samkeppnisfærari um launagreiðslur og frelsi til faglegra athafna. Önnur lönd láta ekki pólitíska öfgarétthugsun hindra þjónustu við íslenska sjúklinga og munu með bros á vör senda Íslandi reikninginn. Þjóðir sem telja milljónir, en hafa samkeppnisgetuna, eru fúsir þátttakendur í lækningatengdri ferðaþjónustu með það að markmiði að halda fagfólki sínu í þjálfun. Hvers vegna eru önnur lögmál hér á landi?

 

Með von um að meirihluti sé til staðar meðal þingmanna um jákvæð viðhorf gagnvart þessari þjónustugrein biðla ég því til þingheims um að taka fram fyrir hendurnar á heilbrigðisráðherra og bjarga íslensku heilbrigðiskerfi frá yfirvofandi hruni. Það er ekkert lögmál að líta beri á heilbrigðiskerfi eingöngu sem kostnaðarlið, það getur líka verið tekjuskapandi ef tækifærin eru notuð. Góður heilbrigðisráðherra gæti notað orku sína til að stýra og hafa áhrif á framkvæmd lækningatengdrar þjónustu á jákvæðan hátt til hámörkunar á verðmæti hennar og til takmörkunar á ókostum hennar.

 

Vanhæfur ráðherra tekur ekkert tillit til laga og reglna og tekur hlutdrægar og rangar ákvarðanir.

 

Höfundur er með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun í heilbrigðisþjónustu og gerði meistararitgerð um möguleika Íslands til lækningatengdrar ferðaþjónustu.

Lesa meira

Nei, nei, nei

Pétur Guðvarðarson skrifar um Icesave kröfuna. Hann veltir upp ýmsum umhugsunarverðum flötum ss: \"Þannig beittu þeir hryðjuverkalögum sínum til að fremja efnahagslegt hryðjuverk.\" og \"það kallast tryggingasvik að krefjast bóta fyrir tjón, sem maður hefur sjálfur valdið\". Grein Péturs birtist í MBL.25.3.2010 og er birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar.

Lesa meira

ENN ÞARF FORSETI AÐ LEGGJAST UNDIR FELD

Eftir Baldur Ágústsson: Íslendingar; valdalaus örþjóð á Evrópuþingi: Það sem nú er arðbær útflutningsvara íslendinga hirðir ESB með einu pennastriki – ef ekki nú þá síðar.

Lesa meira

Nú bráðnar Icesave hratt

Eftir Baldur Ágústsson: "Í bréfi sem ég sendi öllum alþingismönnum þ. 28.12. 2009 – og sjá má í greinasafni á www.landsmenn.is – minnti ég á að enginn ber virðingu fyrir lyddum." Mbl. 14.1.2010

Lesa meira

Bréf til alþingismanna 28.12.2010

HÉR er bréf sem sent var öllum alþingismönnum þ. 28.10.2010, tveim dögum áður en atvæði voru greidd um seinni Icesave samninginn - þann sem var samþykktur en forseti Íslands synjaði síðan staðfestingar.

Lesa meira